Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 10:27 Frá minningarathöfn í Lviv í fyrra, þar sem þeirra sem dóu í sprengingunni í Olenivka var minnst. Getty/Mykola Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37