„Hefði getað verið áfram úti en heillaði rosa mikið að koma hingað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 11:01 Aron Elís spilar að líkindum sinn fyrsta leik fyrir Víking í kvöld eftir að hafa æft með félaginu í tæpan mánuð. Vísir/Arnar Aron Elís Þrándarson er loks kominn með leikheimild og gæti spilað með Víkingum þegar þeir heimsækja KR í Bestu deild karla í dag. Hann er ánægður með að vera kominn aftur í uppeldisfélagið en hefði getað verið áfram í atvinnumennsku. „Ég fór bara yfir stöðuna með fjölskyldunni og okkur fannst þetta mest spennandi kosturinn. Hlakka til að byrja,“ sagði Aron Elís um endurkomu sína í Víkinga. Nærri mánuður er kominn síðan tilkynnt var að Aron Elís væri genginn í raðir uppeldisfélagsins en hann fékk ekki leikheimild fyrr en á dögunum. „Ég hefði getað verið áfram úti en heillaði rosa mikið að koma hingað. Talaði við Arnar (Gunnlaugsson, þjálfara) og Kára (Árnason, yfirmann knattspyrnumála). Verkefnið er spennandi, og fannst ég hafa mesta drævið fyrir þessu verkefni.“ „Ég ræddi ekki við neina aðra klúbba á Íslandi, það kom ekki til greina,“ bætti Aron Elís við en hann á að baki 77 KSÍ-leiki fyrir Víkinga áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Þá hefur hann skorað 28 mörk fyrir félagið. Hann lítur vel út í rauðu og svörtu Aron Elís hefur fengið leikheimild með Víking pic.twitter.com/lRLBDdrKpx— Víkingur (@vikingurfc) July 21, 2023 „Fínt fyrir mig að komast í gang, ég kláraði mína deild í byrjun júní og tók mánaðarfrí frá fótbolta. Þannig það er fínt að komast í smá bolta og get ekki beðið eftir að byrja.“ „Auðvitað, það er erfitt að horfa á leikina og bara æfa. Núna er þetta að byrja. Gríðarlega erfiður leikur, KR á góðu flugi og langt síðan maður spilaði í Frostaskjóli svo ég er bara drullu spenntur,“ sagði Aron Elís að endingu um spennuna sem fylgir því að spila frekar en að æfa bara. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19.00. Klippa: Aron Elís: Hefði getað verið áfram úti en heillaði rosa mikið að koma hingað Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Ég fór bara yfir stöðuna með fjölskyldunni og okkur fannst þetta mest spennandi kosturinn. Hlakka til að byrja,“ sagði Aron Elís um endurkomu sína í Víkinga. Nærri mánuður er kominn síðan tilkynnt var að Aron Elís væri genginn í raðir uppeldisfélagsins en hann fékk ekki leikheimild fyrr en á dögunum. „Ég hefði getað verið áfram úti en heillaði rosa mikið að koma hingað. Talaði við Arnar (Gunnlaugsson, þjálfara) og Kára (Árnason, yfirmann knattspyrnumála). Verkefnið er spennandi, og fannst ég hafa mesta drævið fyrir þessu verkefni.“ „Ég ræddi ekki við neina aðra klúbba á Íslandi, það kom ekki til greina,“ bætti Aron Elís við en hann á að baki 77 KSÍ-leiki fyrir Víkinga áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Þá hefur hann skorað 28 mörk fyrir félagið. Hann lítur vel út í rauðu og svörtu Aron Elís hefur fengið leikheimild með Víking pic.twitter.com/lRLBDdrKpx— Víkingur (@vikingurfc) July 21, 2023 „Fínt fyrir mig að komast í gang, ég kláraði mína deild í byrjun júní og tók mánaðarfrí frá fótbolta. Þannig það er fínt að komast í smá bolta og get ekki beðið eftir að byrja.“ „Auðvitað, það er erfitt að horfa á leikina og bara æfa. Núna er þetta að byrja. Gríðarlega erfiður leikur, KR á góðu flugi og langt síðan maður spilaði í Frostaskjóli svo ég er bara drullu spenntur,“ sagði Aron Elís að endingu um spennuna sem fylgir því að spila frekar en að æfa bara. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19.00. Klippa: Aron Elís: Hefði getað verið áfram úti en heillaði rosa mikið að koma hingað
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira