Frekari ákvörðun um opnun tekin í fyrramálið: „Viðbragðsaðilar að hörfa frá“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. júlí 2023 19:29 Björgunarsveitir segja vel hafa tekist að rýma svæðið í kvöld. Mikil mengun er nú á svæðinu. Vísir/Arnar Vel gekk í kvöld þegar gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesi var lokað almenningi af lögreglu. Björgunarsveitarmaður segir þó aðeins hafa þurft að rökræða við einhverja göngugarpa. Ákvörðun um mögulega opnun svæðisins á morgun verður tekin í fyrramálið. Mikil mengun er nú á svæðinu. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira