Sveimhuginn Kim Ekdahl tekur við Hong Kong Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 22:31 Kim Ekdahl du Rietz í leik með sænska landsliðinu. Getty Images/ANDREAS HILLERGREN Hinn 33 ára gamli Kim Ekdahl du Rietz er nýr landsliðsþjálfari Hong Kong í handbolta. Segja má að hann hafi dottið inn í starfið en hann var staddur í landinu til að læra alþjóðasamskipti. Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan. Handbolti Hong Kong Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan.
Handbolti Hong Kong Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira