Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2023 11:26 Igor Girkin í Dónetsk árið 2014. Hann leiddi aðskilnaðarsinna þar um tíma og var yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands. EPA/PHOTOMIG Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58