Lífið

Birnir, GDRN og Sykur á ríku­legri dag­skrá Inni­púkans

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Innipúkinn fagnaði tuttugu ára afmæli í fyrra. 
Innipúkinn fagnaði tuttugu ára afmæli í fyrra.  Brynjar Snær

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tuttugasta og fyrsta skiptið í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Að vana er hátíðin haldin innandyra og í annað skiptið er hún haldin í Gamla Bíó og á Röntgen. 

Fjöldi þjóðþekktra listamanna hafa boðað komu sína á Innipúkann í ár. Þar má meðal annars nefna GDRN, Birni, Þórunni Antoníu, Valdimar og Sykur. 

Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, helgina 4.-6. ágúst. Auk tónlistaratriða í Gamla Bíói og á Röntgen verður boðið upp á hátíðarstemningu í Ingólfsstræti alla helgina þar sem hægt verður að kaupa sér veitingar, hlýða á ljúfa tóna plötusnúða og versla á lista- og fatamarkaði. 

Þá munu plötusnúðar í fyrsta sinn koma fram á lokakvöldi Innipúkans þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram undir merkjum PartyZone95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar verða í aðalhlutverki.

Hljómsveitir, listamenn og plötusnúða sem fram munu koma á hátíðinni má sjá hér að neðan:

  • Birnir
  • Countess Malaise
  • Daniil
  • DJ Flugvél & geimskip
  • GDRN
  • Icy-G
  • Ízleifur
  • Kristín Sesselja
  • Kvikindi
  • Langi seli og skuggarnir
  • Moses Hightower
  • Partyzone 95: Frímann & Yamaho
  • Ragga Holm X Steina
  • Skrattar
  • Sykur
  • Tofi
  • Ultraflex
  • Valdimar
  • Xiupill
  • Þórunn Antonía
  • Glókollur
  •  DJ Hotline, KGB
  •  DJ Ívar Pétur
  •  Már & Nielson
  •  DJ Mellí
  •  DJ Python
  •  DJ Station Helgi.

Miða á Innipúkann má nálgast á vefsíðu Tix. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×