Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 19:18 Reger er grunaður um brot gegn drengjum og karlmönnum áratugi aftur í tímann. Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Reger var handtekinn þann 6. júlí og er haldið í fangelsi í borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníufylkis. En hann er búsettur í smábænum Susanville, norðaustan við borgina. Lögreglan er með á annan tug brota til rannsóknar nú þegar, gegn drengjum og karlmönnum á aldrinum 12 til 22 ára, en talið er að brotin séu miklu fleiri, skipti jafn vel hundruðum. Meðal annars er hann sakaður um að hafa þuklað á kynfærum þeirra undir því yfirskini að hann væri að framkvæma skoðanir á heilsugæslustöðinni sem hann starfaði á í Susanville. Þá er hann einnig sakaður um að hafa flutt drengi með sér í kirkjulegu starfi víðs vegar um heim og brotið á þeim þar. Svo sem á hótelherbergjum og tjaldsvæðum. Er hann meðal annars sakaður um að hafa haldið drengjunum niðri á meðan hann stakk fingrum sínum í endaþarm þeirra. Einnig að hann hafi fyrirskipað þeim að fróa sér fyrir framan hann því hann þyrfti að rannsaka sæðið. Fréttasíðan The Daily Beast greinir frá þessu. Trúboðaferðir Lögreglan hefur til rannsóknar brot á nærri tuttugu ára tímabili, frá árinu 2004 til 2023. Á þessum tíma ferðaðist Reger 235 sinnum til útlanda í svokallaðar trúboðaferðir. Meðal annars til Úkraínu, Póllands, Spánar, Bretlands, Filippseyja, Suður Kóreu, Mexíkó og Íslands. Oftsinnis var hann með unga drengi með sér. Susanville er lítill bær norðaustan við Sacramento. Lögreglan hefur marg oft haft Reger til rannsóknar vegna kynferðisbrota gegn ungmennum.Wikipedia Ekki er loku fyrir því skotið að brotin nái lengra aftur í tímann en síðan 1986 hefur Reger verið virkur í ungmennastarfi. Svo sem í kristilegum skólum, sumarbúðum og trúboðastarfi. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur hann meðal annars gegnt stöðu kennara, ráðgjafa, glímuþjálfara, djákna og skólastjórnanda. Oftsinnis til rannsóknar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af Reger. Strax árið 1986 var hann til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða barni. Lögregluskýrslur þessa máls eru hins vegar glataðar. Lögreglan í Susanville rannsakaði Reger á nýjan leik árið 2003. Svo árið 2006 og 2007. Allt vegna kynferðisbrota gegn ólögráða drengjum en engin rannsókn leiddi til ákæru. Kirkjan sem Reger starfaði hjá, Church of Nazarene, rannsakaði hann einnig. Það er meint brot gegn 10 til 15 drengjum og nokkrum fullorðnum karlmönnum. Sendi kirkjan sín gögn til barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda í október á síðasta ári. Verði Reger fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Reger var handtekinn þann 6. júlí og er haldið í fangelsi í borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníufylkis. En hann er búsettur í smábænum Susanville, norðaustan við borgina. Lögreglan er með á annan tug brota til rannsóknar nú þegar, gegn drengjum og karlmönnum á aldrinum 12 til 22 ára, en talið er að brotin séu miklu fleiri, skipti jafn vel hundruðum. Meðal annars er hann sakaður um að hafa þuklað á kynfærum þeirra undir því yfirskini að hann væri að framkvæma skoðanir á heilsugæslustöðinni sem hann starfaði á í Susanville. Þá er hann einnig sakaður um að hafa flutt drengi með sér í kirkjulegu starfi víðs vegar um heim og brotið á þeim þar. Svo sem á hótelherbergjum og tjaldsvæðum. Er hann meðal annars sakaður um að hafa haldið drengjunum niðri á meðan hann stakk fingrum sínum í endaþarm þeirra. Einnig að hann hafi fyrirskipað þeim að fróa sér fyrir framan hann því hann þyrfti að rannsaka sæðið. Fréttasíðan The Daily Beast greinir frá þessu. Trúboðaferðir Lögreglan hefur til rannsóknar brot á nærri tuttugu ára tímabili, frá árinu 2004 til 2023. Á þessum tíma ferðaðist Reger 235 sinnum til útlanda í svokallaðar trúboðaferðir. Meðal annars til Úkraínu, Póllands, Spánar, Bretlands, Filippseyja, Suður Kóreu, Mexíkó og Íslands. Oftsinnis var hann með unga drengi með sér. Susanville er lítill bær norðaustan við Sacramento. Lögreglan hefur marg oft haft Reger til rannsóknar vegna kynferðisbrota gegn ungmennum.Wikipedia Ekki er loku fyrir því skotið að brotin nái lengra aftur í tímann en síðan 1986 hefur Reger verið virkur í ungmennastarfi. Svo sem í kristilegum skólum, sumarbúðum og trúboðastarfi. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur hann meðal annars gegnt stöðu kennara, ráðgjafa, glímuþjálfara, djákna og skólastjórnanda. Oftsinnis til rannsóknar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af Reger. Strax árið 1986 var hann til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða barni. Lögregluskýrslur þessa máls eru hins vegar glataðar. Lögreglan í Susanville rannsakaði Reger á nýjan leik árið 2003. Svo árið 2006 og 2007. Allt vegna kynferðisbrota gegn ólögráða drengjum en engin rannsókn leiddi til ákæru. Kirkjan sem Reger starfaði hjá, Church of Nazarene, rannsakaði hann einnig. Það er meint brot gegn 10 til 15 drengjum og nokkrum fullorðnum karlmönnum. Sendi kirkjan sín gögn til barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda í október á síðasta ári. Verði Reger fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira