„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 08:21 Frá Odessa í gær. Mörgum eldflaugm var skotið að borginni í nótt og tiltölulega fáar þeirra voru skotnar niður. AP Photo/Jae C. Hong Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03