Síðustu dagar verið skrýtnir: „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Janus Daði er Noregsmeistari í handknattleik ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni og samherjum þeirra í Kolstad. Kolstad Janus Daði Smárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, samdi í dag við Meistaradeildarmeistara Madgeburg í Þýskalandi. Hann kveðst spenntur fyrir nýju verkefni eftir furðulega undanfarna daga. Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02