Síðustu dagar verið skrýtnir: „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Janus Daði er Noregsmeistari í handknattleik ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni og samherjum þeirra í Kolstad. Kolstad Janus Daði Smárason, landsliðsmaður Íslands í handbolta, samdi í dag við Meistaradeildarmeistara Madgeburg í Þýskalandi. Hann kveðst spenntur fyrir nýju verkefni eftir furðulega undanfarna daga. Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Janus Daði var leikmaður Kolstad í Noregi og var í liði tímabilsins í fyrra er liðið vann þrefalt heimafyrir. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og ákvað Janus í samráði við klúbbinn að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins fyrir komandi tímabil vegna viðræðna sem áttu sér stað. „Ég var búinn að eiga samræður við klúbbinn um að ég myndi ekki mæta á meðan við værum að afgreiða málin. En norska pressan hefur gert þetta svolítið dramatískt,“ segir Janus Daði en mikið var ritað um ákvörðun hans að mæta ekki til æfinga þar ytra. Vegna fjárhagsörðugleika Kolstad þurfti að endursemja við alla leikmenn liðsins og þeir beðnir um að taka á sig um 30 prósentu launalækkun. Enn hafa samningsmál leikmanna ekki verið leyst, nema hjá Janusi sem er laus allra mála og kominn með samning við Magdeburg. „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um hvernig þessi samningsmál hafa verið en það var ekkert í hendi í rauninni. Þó þetta kannski gangi upp hjá þeim á endanum þá fannst mér ég ekki geta tekið með inn í reikninginn að hlutirnir færu eins og við vonuðumst eftir og ákvað því bara að taka slaginn með Magdeburg þegar þeir heyrðu í mér,“ segir Janus Daði. Furðulegar aðstæður Hann segir síðustu daga og aðstæðurnar hafa verið skrýtnar. „Þetta er náttúrulega þokkalega alvarlegt. Staðan sem kom upp hérna úti og verið mjög sérstakar aðstæður í rauninni. Fyrir fjórum vikum hélt ég að ég myndi vera hérna til allavega 2025, og hef haldið það í tvö ár eiginlega,“ „Stólar maður á þetta? Er maður að fara að taka einhverja sénsa? Gengur þetta eða ekki?“ er á meðal þess sem fór í gegnum höfuðið á Janusi síðustu daga. „En svo kom þetta upp og mér fannst það svona helvíti spennandi og fann þegar ég lagðist á koddann á kvöldin að mér leið best með þessa ákvörðun.“ segir Janus. Tilbúinn að sýna sig í bestu deild heims Janus er þá afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir eitt sterkasta lið Evrópu. Hann sé staðráðinn í að nýta þetta tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék áður með Göppingen frá 2020 til 2022. „Þetta er forréttindastaða fyrir mig að standa í. Að geta haft þennan möguleika að fara í Evrópulið sem eru Evrópumeistarar með bæði Gísla og Ómar sem eru þarna. Ég hef náttúrulega spilað áður með Ómari og svona,“ segir Janus en þeir Ómar voru liðsfélagar í Danmörku. „Svo þarna ertu bara koma í alvöru dæmi þar sem er barist um hvert stig og kemst í stressið sem fylgir því að spila í þýsku deildinni og þú mátt aldrei misstíga þig,“ „Mér finnst ég hafa undirbúið mig vel síðustu tvö til þrjú ár með líkamann og öxlina á mér sérstaklega, til að vera tilbúinn í alvöru slag aftur. Svo ég er bara spenntur og núna er mitt tækifæri til að sýna að ég á heima þarna,“ segir Janus Daði. Viðtalið við Janus má sjá í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Janus Daði til Magdeburg Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið. 18. júlí 2023 11:02