Handbolti

Dregið í Evrópu­­keppnir í hand­­bolta: Vals­konur stefna á riðla­keppnina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarar Vals stefna langt í Evrópu. Þær þurfa að fara í gegnum lið frá Rúmeníu og Þýskalandi.
Íslandsmeistarar Vals stefna langt í Evrópu. Þær þurfa að fara í gegnum lið frá Rúmeníu og Þýskalandi. Vísir/Anton Brink

Dregið var í Evrópudeild kvenna í handbolta og Evrópubikarkeppni karla og kvenna. ÍBV er á leið Lúxemborg og Portúgals, Valur fer til Litáen og Rúmeníu. Þá fer Afturelding til Noregs.

Evrópubikarkeppni karla

Tvö íslensk lið voru í pottinum fyrir Evrópubikarkeppni karla; Valur, í efri flokki, og FH, í neðri flokki. Valsmenn mæta Granitas-Karys frá Litáen á meðan FH mætir Diomidis Argous frá Grikklandi.

Fyrri leikur umferðarinnar fer fram 9. til 10. september og sá síðari 16. til 17. september. Í 2. umferð bætast ÍBV og Afturelding svo við. Íslandsmeistararnir frá Vestmannaeyjum munu mæta HB Red Boys Differdange frá Lúxemborg á meðan Afturelding mætir Nærbø frá Noregi.

Komist Valur áfram mun liðið mæta Pölva Serviti frá Eistlandi á meðan FH mun mæta Partizan frá Serbíu komist liðið í 2. umferð.

Önnur umferð Evrópubikarkeppni karla fer fram 14. til 15. október og svo 21. til 22. október.

Evrópubikarkeppni kvenna

Bikarmeistarar ÍBV mæta Colegio de Gaia frá Portúgal í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna. Umferðin verður leikin helgarnar 23. til 24. september og svo 30. september til 1. október.

Evrópudeild kvenna

Að lokum var dregið í Evrópudeild kvenna en Íslandsmeistarar Vals drógust gegn HC Dunarea Braila frá Rúmeníu. Verður umferðin leikin 23. til 25. september og 30. september til 1. október. Komist Valur áfram mætir liðið Borussia Dortmund frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×