Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 22:48 Frá eyjunni La Palma þar sem íbúar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. EPA Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap
Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37