Handbolti

Stelpurnar tryggðu sér 13. sætið og far­seðil á heims­meistara­mót 20 ára lands­liða

Siggeir Ævarsson skrifar
Íslenska liðið
Íslenska liðið EHF/Marius Ionescu

U19 ára landslið kvenna vann öruggan sigur á Serbíu í úrslitaleik um 13. sætið á Evrópumótinu í Rúmeníu í dag. Lokatölur 33-22 en sigurinn þýðir að liðið leikur á heimsmeistaramóti U20 ára liða næsta sumar.

Íslenska liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum. Þær komust í 4-0 í upphafi leiks en Serbar náðu þó að minnka muninn í tvö mörk í stöðunni 9-7. Þá kom góður kafli frá Íslandi og staðan í hálfleik 16-10.

Serbarnir neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 20-17 þegar tæpar 20 mínútur voru enn til leiksloka. Íslensku stelpurnar svöruðu þá með þremur mörkum í röð og lögðu þar grunninn að öruggum sigri. Þær tvöfölduðu forskotið áður en yfir lauk en síðasta markið var Serba. 

Lokatölur 33-22 og Ísland leikur því á heimsmeistaramóti U20 ára liða næsta sumar.

Markahæst íslensku leikmannanna annan leikinn í röð var Lilja Ágústsdóttir með níu mörk. Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði sjö og Embla Steindórsdóttir skoraði sex, þrátt fyrir að eyða fjórum mínútum utan vallar með tveggja mínútna brottvísanir á bakinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×