Hitametin orðin of mörg til að telja upp Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 14. júlí 2023 22:37 Mæðgin í Nikósíu á Kýpur kæla sig niður við brunn í borginni. Búist er við því að hitinn nái um 42-43 stigum á inn við landið um helgina. ap Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira