Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 22:06 Rex Heuermann, þegar hann var handtekinn í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur á árum áður. AP/Fógetinn í Suffolksýslu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. Maðurinn heitir Rex Heuermann og er 59 ára gamall en hann lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag. Hann var ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Konan íslenska, hin 59 ára gamla Ása Ellerup, er ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Ása Ellerup.Facebook Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint konuna og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu og mætir næst fyrir dómara þann 1. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldskröfuna má finna hér. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Áreitti fjölskyldu eins fórnarlambs síns Í frétt CNN um málið segir að rannsóknin á morðunum hafi verið í dvala þegar sérstök sveit var mynduð fyrir tveimur árum til að hefja hana á nýjan leik. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Heuermann fullyrða saksóknarar að símreikningar sýni fram á að Heuermann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Heuermann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu Barthelemy, eftir að hann myrti hana. Rannsakendur komust að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Saksóknarar birtu í dag þessar myndir af Rex Heuermann sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt minnst eina til viðbótar.Saksóknaraembætti Suffolksýslu Hann er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. „Af hverju gat lögreglan ekki rakið símtöl frá raðmorðingjanum í Long Island?“ skrifaði hann við eina leitina. „Af hverju hefur lögreglan ekki fundið Long Island raðmorðingjann?“ skrifaði hann jafnframt, auk þess sem hann leitaði á síðasta ári að upplýsingum um það hvernig ný símatækni gæti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglunnar. Einn þessara síma er sagður hafa fundist á honum við handtöku í gær. Fundu lífssýni Hár og annars konar lífsýni fundust á líkamsleifum kvennanna þriggja sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt. Á líkum þriggja þeirra fundust hár frá konu og í fyrra komust rannsakendur yfir flöskur sem hent hafði verið í ruslið við heimili Heuermann og Ásu. Þar fundust sýni sem reyndust vera frá sömu konunni og hárin sem fundust á líkunum, eða af einhverri náskyldri henni. Hárin eru talin vera af Ásu, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni. Talið er að þau hafi borist á lík kvennanna með límbandinu eða ólunum sem þær voru bundnar með, af Heuermann eða af sekkjunum sem lík kvennanna voru vafin í. Hár af karlmanni fannst einnig á líki Waterman. Lögregluþjónar sem fylgdust með ferðum Heuermann í janúar fundu pítsukassa sem hann hafði hent í ruslið og tókst að finna sýni á ókláraðri pítsusneið. Þau lífssýni eru sögð vera mjög lík. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Maðurinn heitir Rex Heuermann og er 59 ára gamall en hann lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag. Hann var ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Konan íslenska, hin 59 ára gamla Ása Ellerup, er ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Ása Ellerup.Facebook Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint konuna og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu og mætir næst fyrir dómara þann 1. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldskröfuna má finna hér. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Áreitti fjölskyldu eins fórnarlambs síns Í frétt CNN um málið segir að rannsóknin á morðunum hafi verið í dvala þegar sérstök sveit var mynduð fyrir tveimur árum til að hefja hana á nýjan leik. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Heuermann fullyrða saksóknarar að símreikningar sýni fram á að Heuermann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Heuermann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu Barthelemy, eftir að hann myrti hana. Rannsakendur komust að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Saksóknarar birtu í dag þessar myndir af Rex Heuermann sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt minnst eina til viðbótar.Saksóknaraembætti Suffolksýslu Hann er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. „Af hverju gat lögreglan ekki rakið símtöl frá raðmorðingjanum í Long Island?“ skrifaði hann við eina leitina. „Af hverju hefur lögreglan ekki fundið Long Island raðmorðingjann?“ skrifaði hann jafnframt, auk þess sem hann leitaði á síðasta ári að upplýsingum um það hvernig ný símatækni gæti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglunnar. Einn þessara síma er sagður hafa fundist á honum við handtöku í gær. Fundu lífssýni Hár og annars konar lífsýni fundust á líkamsleifum kvennanna þriggja sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt. Á líkum þriggja þeirra fundust hár frá konu og í fyrra komust rannsakendur yfir flöskur sem hent hafði verið í ruslið við heimili Heuermann og Ásu. Þar fundust sýni sem reyndust vera frá sömu konunni og hárin sem fundust á líkunum, eða af einhverri náskyldri henni. Hárin eru talin vera af Ásu, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni. Talið er að þau hafi borist á lík kvennanna með límbandinu eða ólunum sem þær voru bundnar með, af Heuermann eða af sekkjunum sem lík kvennanna voru vafin í. Hár af karlmanni fannst einnig á líki Waterman. Lögregluþjónar sem fylgdust með ferðum Heuermann í janúar fundu pítsukassa sem hann hafði hent í ruslið og tókst að finna sýni á ókláraðri pítsusneið. Þau lífssýni eru sögð vera mjög lík. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira