Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 22:06 Rex Heuermann, þegar hann var handtekinn í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur á árum áður. AP/Fógetinn í Suffolksýslu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. Maðurinn heitir Rex Heuermann og er 59 ára gamall en hann lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag. Hann var ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Konan íslenska, hin 59 ára gamla Ása Ellerup, er ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Ása Ellerup.Facebook Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint konuna og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu og mætir næst fyrir dómara þann 1. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldskröfuna má finna hér. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Áreitti fjölskyldu eins fórnarlambs síns Í frétt CNN um málið segir að rannsóknin á morðunum hafi verið í dvala þegar sérstök sveit var mynduð fyrir tveimur árum til að hefja hana á nýjan leik. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Heuermann fullyrða saksóknarar að símreikningar sýni fram á að Heuermann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Heuermann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu Barthelemy, eftir að hann myrti hana. Rannsakendur komust að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Saksóknarar birtu í dag þessar myndir af Rex Heuermann sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt minnst eina til viðbótar.Saksóknaraembætti Suffolksýslu Hann er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. „Af hverju gat lögreglan ekki rakið símtöl frá raðmorðingjanum í Long Island?“ skrifaði hann við eina leitina. „Af hverju hefur lögreglan ekki fundið Long Island raðmorðingjann?“ skrifaði hann jafnframt, auk þess sem hann leitaði á síðasta ári að upplýsingum um það hvernig ný símatækni gæti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglunnar. Einn þessara síma er sagður hafa fundist á honum við handtöku í gær. Fundu lífssýni Hár og annars konar lífsýni fundust á líkamsleifum kvennanna þriggja sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt. Á líkum þriggja þeirra fundust hár frá konu og í fyrra komust rannsakendur yfir flöskur sem hent hafði verið í ruslið við heimili Heuermann og Ásu. Þar fundust sýni sem reyndust vera frá sömu konunni og hárin sem fundust á líkunum, eða af einhverri náskyldri henni. Hárin eru talin vera af Ásu, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni. Talið er að þau hafi borist á lík kvennanna með límbandinu eða ólunum sem þær voru bundnar með, af Heuermann eða af sekkjunum sem lík kvennanna voru vafin í. Hár af karlmanni fannst einnig á líki Waterman. Lögregluþjónar sem fylgdust með ferðum Heuermann í janúar fundu pítsukassa sem hann hafði hent í ruslið og tókst að finna sýni á ókláraðri pítsusneið. Þau lífssýni eru sögð vera mjög lík. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Maðurinn heitir Rex Heuermann og er 59 ára gamall en hann lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag. Hann var ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Konan íslenska, hin 59 ára gamla Ása Ellerup, er ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Ása Ellerup.Facebook Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint konuna og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu og mætir næst fyrir dómara þann 1. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldskröfuna má finna hér. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Áreitti fjölskyldu eins fórnarlambs síns Í frétt CNN um málið segir að rannsóknin á morðunum hafi verið í dvala þegar sérstök sveit var mynduð fyrir tveimur árum til að hefja hana á nýjan leik. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Heuermann fullyrða saksóknarar að símreikningar sýni fram á að Heuermann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Heuermann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu Barthelemy, eftir að hann myrti hana. Rannsakendur komust að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Saksóknarar birtu í dag þessar myndir af Rex Heuermann sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt minnst eina til viðbótar.Saksóknaraembætti Suffolksýslu Hann er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. „Af hverju gat lögreglan ekki rakið símtöl frá raðmorðingjanum í Long Island?“ skrifaði hann við eina leitina. „Af hverju hefur lögreglan ekki fundið Long Island raðmorðingjann?“ skrifaði hann jafnframt, auk þess sem hann leitaði á síðasta ári að upplýsingum um það hvernig ný símatækni gæti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglunnar. Einn þessara síma er sagður hafa fundist á honum við handtöku í gær. Fundu lífssýni Hár og annars konar lífsýni fundust á líkamsleifum kvennanna þriggja sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt. Á líkum þriggja þeirra fundust hár frá konu og í fyrra komust rannsakendur yfir flöskur sem hent hafði verið í ruslið við heimili Heuermann og Ásu. Þar fundust sýni sem reyndust vera frá sömu konunni og hárin sem fundust á líkunum, eða af einhverri náskyldri henni. Hárin eru talin vera af Ásu, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni. Talið er að þau hafi borist á lík kvennanna með límbandinu eða ólunum sem þær voru bundnar með, af Heuermann eða af sekkjunum sem lík kvennanna voru vafin í. Hár af karlmanni fannst einnig á líki Waterman. Lögregluþjónar sem fylgdust með ferðum Heuermann í janúar fundu pítsukassa sem hann hafði hent í ruslið og tókst að finna sýni á ókláraðri pítsusneið. Þau lífssýni eru sögð vera mjög lík. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira