„Þessi leikur var ekki skandall að mínu mati“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. júlí 2023 08:00 Aðalsteinn Eyjólfsson náði frábærum árangri í vetur. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson, fyrrum þjálfari Kadetten Schaffhausen, er ekki sannfærður um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í leik GOG og Kadetten árið 2020. Í heimildamynd TV2 var því haldið fram að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt. „Ég man mjög vel eftir þessum leik og látunum í Krickau og Dönunum eftir leik. Það var mikið látið með þetta í dönskum fjölmiðlum eftir leik og að mínu mati yfirdrifið,“ sagði Aðalsteinn í samtali við blaðamann Vísis í dag. Aðalsteinn var þjálfari Kadetten Schaffhausen árið 2020 þegar leikurinn gegn GOG fór fram. Hann tók nýverið við þjálfarastöðunni hjá þýska liðinu Minden. Hann segir að umræðan eftir leikinn á sínum tíma hafi verið töluverð en ekki var haft samband við hann í sambandi við gerð heimildamyndarinnar „Grunsamlegur leikur“ sem sýnd var á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þessari og síðustu viku. „Það var haft samband á sínum tíma þegar þessi leikur fór fram. Þetta fyrirtæki Sport Radar talaði um það í kjölfarið að það hefði verið óeðlilega mikið veðjað á þennan leik. Ég hef aldrei veðjað á leik nema 1x2 fyrir 15 eða 20 árum og ég þekki ekki þennan heim. Veit ekki hvernig þetta virkar,“ en Sport Radar er fyrirtæki sem rannsakar veðmál í tengslum við íþróttir. Aðalsteinn segir að vissulega sé hægt að tína til atvik úr umræddum leik liðanna í Evrópudeildinni árið 2020 sem orki tvímælis. Það sé hins vegar staðreyndin í öllum handboltaleikjum. „Ef þú skoðar leikinn, jú jú það er lína á minn mann einu sinni og víti sem hægt er að ræða og ólöglegar blokkeringar dæmdar á þeirra mann. Heilt yfir var þessi leikur ekki skandall að mínu mati. Í hverjum einasta handboltaleik er hægt að tína til 10-15 atriði, vinstri og hægri. Við getum tekið 1-2 atriði í þessum leik sem eru augljós mistök hjá dómurunum. Ég hef lent í því verra persónulega.“ „Það er þá mjög hugað“ Hann segist hafa velt því fyrir sér eftir leikinn á sínum tíma hvort dómararnir hefðu ekki afgreitt málið fyrr og á meira afgerandi hátt í leiknum ef miklir peningar hefðu verið í húfi um að úrslit leiksins ættu að fara á ákveðinn hátt. Í heimildamyndinni var því haldið fram að lagðir hefðu verið miklir peningar undir á að Kadetten Schaffhausen færi með sigur af hólmi í leiknum. „Ég er ekki búinn að sjá þáttinn en fór yfir þennan leik á sínum tíma og var ósammála þessari umræðu. Mín rök við þessu eru að ef þetta var einhver veðmálamafía og dómarar keyptir til að ná einhverjum úrslitum, þá var mín spurning sú að ef það var þannig, hefðu þessir dómarar ekki verið búnir að afgreiða þetta miklu fyrr í leiknum?“ „Ef ég fengi símtal, ég á fjölskyldu og börn. Það er kósóvósk veðmálamafía og við vitum hvernig hlutirnir geta gengið fyrir sig þar í undirheimum. Ef það er þannig og ég er búinn að taka mikla fjármuni til að hagræða úrslitum í leik, þá myndi ég ekki treysta á að 37 ára Ungverji myndi skora á síðustu sekúndu leiks gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni. Það er hægt að klára þau mál miklu snyrtilegar og betur ef þú vilt hafa áhrif á úrslit leiks. Það er þá mjög hugað.“ Viktor Gísli Hallgrímsson var leikmaður GOG á þeim tíma sem leikurinn fór fram og stóð í marki danska liðsins í leiknum gegn Kadetten. Frændhygli sem þarf ekki að tengjast undirheimastarfsemi Aðalsteinn segir umræddan leik ekki vera þann eina þar sem upp koma vafasöm atvik og segist stundum hafa velt því fyrir sér sjálfur hvort eitthvað óeðlilegt sé í gangi. „Leikurinn okkar í GOG var átakanlegur en hann dæmdu sænskir dómarar. Þar hefði maður getað tekið helling af dómum sem voru mjög skrýtnir og furðulegir og búið til svakalegt myndband með því. Það er því miður taktur leiksins og regluverkið það skrýtið að það hægt að útleggja reglurnar á margan hátt. Ég er ósammála þessum leik en geri mér fulla grein fyrir því að ég er hlutdrægur.“ Á sínum tíma fór fram mikil umræða um leik Vals og Turda í Áskorendabikar Evrópu þar sem dómarar leiksins þóttu afar hlutdrægir. „Maður man eftir Valur gegn Turda og ég spilaði leik fyrir tveimur árum í Serbíu þar sem var stórkostleg dómgæsla. Þar velti maður þessu vissulega fyrir sér. Í Serbíu voru makedónskir eða króatískir dómarar að dæma með ungverskan eftirlitsmann. Þegar við spiluðum í GOG varstu með danska dómara og skandinavískan eftirlitsdómara. Það var ekkert betra og jafnvel dómar sem orkuðu meira tvímælis.“ Aðalsteinn segir að sögusagnir hafi verið innan handboltahreyfingarinnar um Dragan Nachevski, fyrrum formann dómaranefndar EHF. Nachovski var settur af nú í maí vegna meintra tengsla við hagræðingu leikja. Aðalsteinn segir umræðuna góða en ekki sé alltaf hægt að fullyrða um að menn séu með óhreint mjög í pokahorninu. „Vissulega er vandamál og við vitum af því. Sérstaklega hjá þessum einstaklingum sem fjallað er um í greininni, yfirmann dómaramála EHF.“ „Það hafa verið sögusagnir innan hreyfingarinnar. Menn hafa talað um þetta og vitað að mögulega er pottur brotinn einhvers staðar. Umræðan sem slík er góð en ég er ekki viss um að alls staðar þar sem er skoðað þá sé það þannig. Það er oft ákveðin frændhygli og það þarf ekki alltaf að tengjast veðmálum og stórkostlegri undirheimastarfsemi. Ég er ekki viss um að það sé alltaf hægt að leggja saman tvo og tvo í því.“ Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Sjá meira
„Ég man mjög vel eftir þessum leik og látunum í Krickau og Dönunum eftir leik. Það var mikið látið með þetta í dönskum fjölmiðlum eftir leik og að mínu mati yfirdrifið,“ sagði Aðalsteinn í samtali við blaðamann Vísis í dag. Aðalsteinn var þjálfari Kadetten Schaffhausen árið 2020 þegar leikurinn gegn GOG fór fram. Hann tók nýverið við þjálfarastöðunni hjá þýska liðinu Minden. Hann segir að umræðan eftir leikinn á sínum tíma hafi verið töluverð en ekki var haft samband við hann í sambandi við gerð heimildamyndarinnar „Grunsamlegur leikur“ sem sýnd var á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þessari og síðustu viku. „Það var haft samband á sínum tíma þegar þessi leikur fór fram. Þetta fyrirtæki Sport Radar talaði um það í kjölfarið að það hefði verið óeðlilega mikið veðjað á þennan leik. Ég hef aldrei veðjað á leik nema 1x2 fyrir 15 eða 20 árum og ég þekki ekki þennan heim. Veit ekki hvernig þetta virkar,“ en Sport Radar er fyrirtæki sem rannsakar veðmál í tengslum við íþróttir. Aðalsteinn segir að vissulega sé hægt að tína til atvik úr umræddum leik liðanna í Evrópudeildinni árið 2020 sem orki tvímælis. Það sé hins vegar staðreyndin í öllum handboltaleikjum. „Ef þú skoðar leikinn, jú jú það er lína á minn mann einu sinni og víti sem hægt er að ræða og ólöglegar blokkeringar dæmdar á þeirra mann. Heilt yfir var þessi leikur ekki skandall að mínu mati. Í hverjum einasta handboltaleik er hægt að tína til 10-15 atriði, vinstri og hægri. Við getum tekið 1-2 atriði í þessum leik sem eru augljós mistök hjá dómurunum. Ég hef lent í því verra persónulega.“ „Það er þá mjög hugað“ Hann segist hafa velt því fyrir sér eftir leikinn á sínum tíma hvort dómararnir hefðu ekki afgreitt málið fyrr og á meira afgerandi hátt í leiknum ef miklir peningar hefðu verið í húfi um að úrslit leiksins ættu að fara á ákveðinn hátt. Í heimildamyndinni var því haldið fram að lagðir hefðu verið miklir peningar undir á að Kadetten Schaffhausen færi með sigur af hólmi í leiknum. „Ég er ekki búinn að sjá þáttinn en fór yfir þennan leik á sínum tíma og var ósammála þessari umræðu. Mín rök við þessu eru að ef þetta var einhver veðmálamafía og dómarar keyptir til að ná einhverjum úrslitum, þá var mín spurning sú að ef það var þannig, hefðu þessir dómarar ekki verið búnir að afgreiða þetta miklu fyrr í leiknum?“ „Ef ég fengi símtal, ég á fjölskyldu og börn. Það er kósóvósk veðmálamafía og við vitum hvernig hlutirnir geta gengið fyrir sig þar í undirheimum. Ef það er þannig og ég er búinn að taka mikla fjármuni til að hagræða úrslitum í leik, þá myndi ég ekki treysta á að 37 ára Ungverji myndi skora á síðustu sekúndu leiks gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni. Það er hægt að klára þau mál miklu snyrtilegar og betur ef þú vilt hafa áhrif á úrslit leiks. Það er þá mjög hugað.“ Viktor Gísli Hallgrímsson var leikmaður GOG á þeim tíma sem leikurinn fór fram og stóð í marki danska liðsins í leiknum gegn Kadetten. Frændhygli sem þarf ekki að tengjast undirheimastarfsemi Aðalsteinn segir umræddan leik ekki vera þann eina þar sem upp koma vafasöm atvik og segist stundum hafa velt því fyrir sér sjálfur hvort eitthvað óeðlilegt sé í gangi. „Leikurinn okkar í GOG var átakanlegur en hann dæmdu sænskir dómarar. Þar hefði maður getað tekið helling af dómum sem voru mjög skrýtnir og furðulegir og búið til svakalegt myndband með því. Það er því miður taktur leiksins og regluverkið það skrýtið að það hægt að útleggja reglurnar á margan hátt. Ég er ósammála þessum leik en geri mér fulla grein fyrir því að ég er hlutdrægur.“ Á sínum tíma fór fram mikil umræða um leik Vals og Turda í Áskorendabikar Evrópu þar sem dómarar leiksins þóttu afar hlutdrægir. „Maður man eftir Valur gegn Turda og ég spilaði leik fyrir tveimur árum í Serbíu þar sem var stórkostleg dómgæsla. Þar velti maður þessu vissulega fyrir sér. Í Serbíu voru makedónskir eða króatískir dómarar að dæma með ungverskan eftirlitsmann. Þegar við spiluðum í GOG varstu með danska dómara og skandinavískan eftirlitsdómara. Það var ekkert betra og jafnvel dómar sem orkuðu meira tvímælis.“ Aðalsteinn segir að sögusagnir hafi verið innan handboltahreyfingarinnar um Dragan Nachevski, fyrrum formann dómaranefndar EHF. Nachovski var settur af nú í maí vegna meintra tengsla við hagræðingu leikja. Aðalsteinn segir umræðuna góða en ekki sé alltaf hægt að fullyrða um að menn séu með óhreint mjög í pokahorninu. „Vissulega er vandamál og við vitum af því. Sérstaklega hjá þessum einstaklingum sem fjallað er um í greininni, yfirmann dómaramála EHF.“ „Það hafa verið sögusagnir innan hreyfingarinnar. Menn hafa talað um þetta og vitað að mögulega er pottur brotinn einhvers staðar. Umræðan sem slík er góð en ég er ekki viss um að alls staðar þar sem er skoðað þá sé það þannig. Það er oft ákveðin frændhygli og það þarf ekki alltaf að tengjast veðmálum og stórkostlegri undirheimastarfsemi. Ég er ekki viss um að það sé alltaf hægt að leggja saman tvo og tvo í því.“
Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Sjá meira