Hæstiréttur tekur djammbannið ekki til umfjöllunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 13:25 Þórólfur Guðnason vitnaði í málinu og sagði aðgerðirnar hafa tekið mið af aðgerðum í öðrum löndum. Vísir/Vilhelm Málskotsbeiðni eiganda skemmtistaðarins The English Pub í máli gegn íslenska ríkinu hefur verið hafnað. Landsréttur úrskurðaði að djammbannið hafi verið löglegt. Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Málið snerist um þrjár lokanir sóttvarnaryfirvalda á skemmtistöðum í COVID-19 faraldrinum. Frá 24. mars til 24. maí árið 2020, frá 18. til 27. september sama ár og frá 5. október árið 2020 til 8. febrúar árið 2021. Kröfðust eigendur The English Pub, félagið Austurátt ehf, viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna fjártjóns af völdum lokananna. Þann 14. janúar árið 2022 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunum. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, vitnaði í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum. Fjöldi smita hefði tengst skemmtistöðum. Í dóminum, sem stóð óraskaður í Landsrétti 12. maí á þessu ári, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gengið lengra en talið var nauðsynlegt. Þá hafi ríkið stofnað til ýmissa úrræða fyrir fyrirtæki sem hafi þurft að loka dyrum sínum. Auk þess hafi Austurátt ekki tekist að sýna fram á umfang taps vegna lokananna. Málið hafi ekki verulegt gildi Í málskotsbeiðninni segja eigendurnir að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi enda snúi það að heimild stjórnvalda til að skerða stjórnarskrárvernduð réttindi með stjórnvaldsfyrirmælum. Málið hafi fordæmisgildi um skýringu sóttvarnarlaga og lögmæti COVID-19 aðgerða. Þá er sagt að dómur Landsréttar sé rangur að efni þar sem ekki sé gerður greinarmunur á aðgerðum á mismunandi tímum. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og sagði að virtum gögnum málsins væri hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni eigendanna. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé rangur efnislega.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira