Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. júlí 2023 11:50 Valencia á Spáni. Rauðar og appelsínugular viðvaranir voru í mörgum borgum og héruðum Spánar í vikunni. Fullorðið fólk þarf einna helst að gæta sín á hitanum. Rober Solsona/Getty Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira