Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 19:47 Frá fundi Erdogan, Stoltenberg og Kristersson í Vilníus í dag. EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. Erdogan, Stoltenberg og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, funduðu í litháísku höfuðborginni Vilníus í dag, en leiðtogafundur NATO-ríkja hefst í borginni á morgun. Erdogan sagðist á fréttamannafundi munu fara með málið fyrir tyrkneska þingið og „tryggja staðfestingu“, en öll aðildarríki NATO þurfa að staðfesta umsóknir nýrra umsóknarríkja. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag gaf Erdogan í skyn að Tyrkir myndi staðfesta aðild Svíþjóðar að NATO, ef Evrópusambandið myndi samþykkja að taka upp aðildarviðræður við Tyrkland á nýjan leik. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 en viðræður hafa verið á ís um margra ára skeið. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í dag í kjölfar fundar með Erdogan að ESB og Tyrkland myndu auka samstarf þeirra. Good meeting with President @RTErdogan at #NATOsummit.Explored opportunities ahead to bring - cooperation back to the forefront & re-energise our relations.EUCO has invited HRVP & @EU_Commission to submit report with a view to proceed in strategic & forward-looking manner pic.twitter.com/sIvOfXnfws— Charles Michel (@CharlesMichel) July 10, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Svíþjóð Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Erdogan, Stoltenberg og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, funduðu í litháísku höfuðborginni Vilníus í dag, en leiðtogafundur NATO-ríkja hefst í borginni á morgun. Erdogan sagðist á fréttamannafundi munu fara með málið fyrir tyrkneska þingið og „tryggja staðfestingu“, en öll aðildarríki NATO þurfa að staðfesta umsóknir nýrra umsóknarríkja. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag gaf Erdogan í skyn að Tyrkir myndi staðfesta aðild Svíþjóðar að NATO, ef Evrópusambandið myndi samþykkja að taka upp aðildarviðræður við Tyrkland á nýjan leik. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 en viðræður hafa verið á ís um margra ára skeið. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í dag í kjölfar fundar með Erdogan að ESB og Tyrkland myndu auka samstarf þeirra. Good meeting with President @RTErdogan at #NATOsummit.Explored opportunities ahead to bring - cooperation back to the forefront & re-energise our relations.EUCO has invited HRVP & @EU_Commission to submit report with a view to proceed in strategic & forward-looking manner pic.twitter.com/sIvOfXnfws— Charles Michel (@CharlesMichel) July 10, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Svíþjóð Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57