Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 14:41 Shavkat Mirziyoyev hefur gegnt embætti forseta Úsbekistans frá árinu 2016. AP Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil. Boðað var skyndilega til kosninga í landinu eftir að breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar á dögunum. Hinn 65 ára Mirziyoyev mun því að óbreyttu sitja á forsetastóli til ársins 2030. Fjórir voru í framboði í kosningunum, Mirziyoyev og þrír fremur óþekktir frambjóðendur. Kosningaeftirlitsmenn á vegum ÖSE hafa bent á að þetta sé augljóslega ein birtingarmynd mjög veikrar stjórnarandstöðu í landinu. Mirziyoyev er menntaður verkfræðingur og hefur lýst sjálfum sér sem umbótasinna sem vinni að því að skapa „Nýtt Úsbekistan“. Í kosningabaráttunni lagði hann mesta áherslu á efnahags- og menntamál, auk þess að hann sagðist vilja vinna að fjölgun ferðamanna til landsins og aukningar erlendrar fjárfestingar. Mirziyoyev boðaði til kosninganna í kjölfar nýsamþykktra stjórnarskrárbreytinga sem tryggja að forseti geti setið tvö kjörtímabil. Hann gæti því í raun nú gegnt embætti forseta til ársins 2037. Frjáls félagasamtök segja að staða mannréttindamála hafi batnað nokkuð í Úsbekistan í stjórnartíð Mirziyoyev, samanborið við í stjórnartíð forverans, Islam Karimovs. Mirziyoyev gegndi á sínum tíma embætti forsætisráðherra í stjórnartíð Karimovs, en hefur eftir að hann tók við forsetaembættinu ógilt einhver þau kúgunarlög sem komið var á í stjórnartíð Karimovs. Úsbekistan Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Boðað var skyndilega til kosninga í landinu eftir að breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar á dögunum. Hinn 65 ára Mirziyoyev mun því að óbreyttu sitja á forsetastóli til ársins 2030. Fjórir voru í framboði í kosningunum, Mirziyoyev og þrír fremur óþekktir frambjóðendur. Kosningaeftirlitsmenn á vegum ÖSE hafa bent á að þetta sé augljóslega ein birtingarmynd mjög veikrar stjórnarandstöðu í landinu. Mirziyoyev er menntaður verkfræðingur og hefur lýst sjálfum sér sem umbótasinna sem vinni að því að skapa „Nýtt Úsbekistan“. Í kosningabaráttunni lagði hann mesta áherslu á efnahags- og menntamál, auk þess að hann sagðist vilja vinna að fjölgun ferðamanna til landsins og aukningar erlendrar fjárfestingar. Mirziyoyev boðaði til kosninganna í kjölfar nýsamþykktra stjórnarskrárbreytinga sem tryggja að forseti geti setið tvö kjörtímabil. Hann gæti því í raun nú gegnt embætti forseta til ársins 2037. Frjáls félagasamtök segja að staða mannréttindamála hafi batnað nokkuð í Úsbekistan í stjórnartíð Mirziyoyev, samanborið við í stjórnartíð forverans, Islam Karimovs. Mirziyoyev gegndi á sínum tíma embætti forsætisráðherra í stjórnartíð Karimovs, en hefur eftir að hann tók við forsetaembættinu ógilt einhver þau kúgunarlög sem komið var á í stjórnartíð Karimovs.
Úsbekistan Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira