„Algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2023 14:31 Gjorgji Nachevski er meðal dómara sem er grunaður um að hafa haft áhrif á úrslit leikja. Hann er sonur Dragans Nachevskis, fyrrverandi formanns dómaranefndar EHF. getty/Dean Mouhtaropoulos Formaður danska handknattleikssambandsins segir að umhverfi bestu dómara í handboltaheiminum verði að vera öruggt. Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01