Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 11:55 Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, stýrði aðgerðum í gær. Vísir/Sigurjón Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi. Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira