74 ára og fékk meira en tíu milljarða króna samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 12:31 Gregg Popovich heldur áfram að þjálfa lið San Antonio Spurs og fær líka mjög vel borgað fyrir það. Getty/Maddie Malhotra Gregg Popovich er ekkert að fara að hætta á næstunni þótt að hann nálgist áttræðisaldurinn. San Antonio Spurs tilkynnti um helgina að hinn 74 ára gamli Popovich hafi gengið frá nýjum fimm ára samningi um að þjálfa liðið. Spurs Gregg Popovich, NBA s career wins leader, signs five-year extension https://t.co/ke3KM3qB7X— Guardian sport (@guardian_sport) July 9, 2023 Það sem meira er að Popovich mun fá áttatíu milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þessi fimm ár en það gerir um 10,8 milljarða íslenskra króna. Þetta er stærri samningur en Monty Williams fékk frá Detroit Pistons fyrr í sumar en hann fær 78,5 milljónir dollara fyrir sex ár. Popovich sló metið yfir flesta sigurleiki þjálfara í NBA í mars 2022 en það átti áður Don Nelson. Popovich er eins og er með 1366 sigurleiki og 761 tapleiki á ferilskrá sinni í NBA. Hann er einnig í þriðja sæti yfir flesta sigurleiki í úrslitakeppni en þar hefur hann stýrt Spurs liðinu til sigurs í 170 leikjum. Popovich er einnig starfandi yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu og því í raun yfirmaður hjá sér sjálfum. Það gæti farið svo að hann haldi því starfi áfram þótt að hann hætti að þjálfa Spurs áður en þessu fimm ár eru liðin. Gregg Popovich hefur þjálfað San Antonio Spurs frá árinu 1996 og undir hans stjórn varð liðið fimm sinnum NBA meistari eða árin 1999, 2003, 2005, 2007 og 2014. Nú fær hann það verkefni að byggja upp nýtt meistaralið í kringum franska undrabarnið Victor Wembanyama sem sumir segja að sé eitt mesta efni sem hefur komið inn í NBA-deildina. NEWS: San Antonio Spurs coach Gregg Popovich has signed a new five-year contract extension with the franchise, the team announced. pic.twitter.com/EgTheEmJ3Y— The Athletic (@TheAthletic) July 8, 2023 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
San Antonio Spurs tilkynnti um helgina að hinn 74 ára gamli Popovich hafi gengið frá nýjum fimm ára samningi um að þjálfa liðið. Spurs Gregg Popovich, NBA s career wins leader, signs five-year extension https://t.co/ke3KM3qB7X— Guardian sport (@guardian_sport) July 9, 2023 Það sem meira er að Popovich mun fá áttatíu milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þessi fimm ár en það gerir um 10,8 milljarða íslenskra króna. Þetta er stærri samningur en Monty Williams fékk frá Detroit Pistons fyrr í sumar en hann fær 78,5 milljónir dollara fyrir sex ár. Popovich sló metið yfir flesta sigurleiki þjálfara í NBA í mars 2022 en það átti áður Don Nelson. Popovich er eins og er með 1366 sigurleiki og 761 tapleiki á ferilskrá sinni í NBA. Hann er einnig í þriðja sæti yfir flesta sigurleiki í úrslitakeppni en þar hefur hann stýrt Spurs liðinu til sigurs í 170 leikjum. Popovich er einnig starfandi yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu og því í raun yfirmaður hjá sér sjálfum. Það gæti farið svo að hann haldi því starfi áfram þótt að hann hætti að þjálfa Spurs áður en þessu fimm ár eru liðin. Gregg Popovich hefur þjálfað San Antonio Spurs frá árinu 1996 og undir hans stjórn varð liðið fimm sinnum NBA meistari eða árin 1999, 2003, 2005, 2007 og 2014. Nú fær hann það verkefni að byggja upp nýtt meistaralið í kringum franska undrabarnið Victor Wembanyama sem sumir segja að sé eitt mesta efni sem hefur komið inn í NBA-deildina. NEWS: San Antonio Spurs coach Gregg Popovich has signed a new five-year contract extension with the franchise, the team announced. pic.twitter.com/EgTheEmJ3Y— The Athletic (@TheAthletic) July 8, 2023
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira