74 ára og fékk meira en tíu milljarða króna samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 12:31 Gregg Popovich heldur áfram að þjálfa lið San Antonio Spurs og fær líka mjög vel borgað fyrir það. Getty/Maddie Malhotra Gregg Popovich er ekkert að fara að hætta á næstunni þótt að hann nálgist áttræðisaldurinn. San Antonio Spurs tilkynnti um helgina að hinn 74 ára gamli Popovich hafi gengið frá nýjum fimm ára samningi um að þjálfa liðið. Spurs Gregg Popovich, NBA s career wins leader, signs five-year extension https://t.co/ke3KM3qB7X— Guardian sport (@guardian_sport) July 9, 2023 Það sem meira er að Popovich mun fá áttatíu milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þessi fimm ár en það gerir um 10,8 milljarða íslenskra króna. Þetta er stærri samningur en Monty Williams fékk frá Detroit Pistons fyrr í sumar en hann fær 78,5 milljónir dollara fyrir sex ár. Popovich sló metið yfir flesta sigurleiki þjálfara í NBA í mars 2022 en það átti áður Don Nelson. Popovich er eins og er með 1366 sigurleiki og 761 tapleiki á ferilskrá sinni í NBA. Hann er einnig í þriðja sæti yfir flesta sigurleiki í úrslitakeppni en þar hefur hann stýrt Spurs liðinu til sigurs í 170 leikjum. Popovich er einnig starfandi yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu og því í raun yfirmaður hjá sér sjálfum. Það gæti farið svo að hann haldi því starfi áfram þótt að hann hætti að þjálfa Spurs áður en þessu fimm ár eru liðin. Gregg Popovich hefur þjálfað San Antonio Spurs frá árinu 1996 og undir hans stjórn varð liðið fimm sinnum NBA meistari eða árin 1999, 2003, 2005, 2007 og 2014. Nú fær hann það verkefni að byggja upp nýtt meistaralið í kringum franska undrabarnið Victor Wembanyama sem sumir segja að sé eitt mesta efni sem hefur komið inn í NBA-deildina. NEWS: San Antonio Spurs coach Gregg Popovich has signed a new five-year contract extension with the franchise, the team announced. pic.twitter.com/EgTheEmJ3Y— The Athletic (@TheAthletic) July 8, 2023 NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
San Antonio Spurs tilkynnti um helgina að hinn 74 ára gamli Popovich hafi gengið frá nýjum fimm ára samningi um að þjálfa liðið. Spurs Gregg Popovich, NBA s career wins leader, signs five-year extension https://t.co/ke3KM3qB7X— Guardian sport (@guardian_sport) July 9, 2023 Það sem meira er að Popovich mun fá áttatíu milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þessi fimm ár en það gerir um 10,8 milljarða íslenskra króna. Þetta er stærri samningur en Monty Williams fékk frá Detroit Pistons fyrr í sumar en hann fær 78,5 milljónir dollara fyrir sex ár. Popovich sló metið yfir flesta sigurleiki þjálfara í NBA í mars 2022 en það átti áður Don Nelson. Popovich er eins og er með 1366 sigurleiki og 761 tapleiki á ferilskrá sinni í NBA. Hann er einnig í þriðja sæti yfir flesta sigurleiki í úrslitakeppni en þar hefur hann stýrt Spurs liðinu til sigurs í 170 leikjum. Popovich er einnig starfandi yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu og því í raun yfirmaður hjá sér sjálfum. Það gæti farið svo að hann haldi því starfi áfram þótt að hann hætti að þjálfa Spurs áður en þessu fimm ár eru liðin. Gregg Popovich hefur þjálfað San Antonio Spurs frá árinu 1996 og undir hans stjórn varð liðið fimm sinnum NBA meistari eða árin 1999, 2003, 2005, 2007 og 2014. Nú fær hann það verkefni að byggja upp nýtt meistaralið í kringum franska undrabarnið Victor Wembanyama sem sumir segja að sé eitt mesta efni sem hefur komið inn í NBA-deildina. NEWS: San Antonio Spurs coach Gregg Popovich has signed a new five-year contract extension with the franchise, the team announced. pic.twitter.com/EgTheEmJ3Y— The Athletic (@TheAthletic) July 8, 2023
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira