Brad Pitt tók upp atriði í kvikmynd á formúlukeppninni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 17:01 Brad Pitt í fullum skrúða í upptökunum á Silverstone um helgina. AP/Christian Bruna Það var nóg að gerast á Silverstone kappakstursbrautinni um helgina og þá erum við ekki bara að tala um breska formúlu eitt kappaksturinn sem ávallt fær sviðsljósið. Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira