Brad Pitt tók upp atriði í kvikmynd á formúlukeppninni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 17:01 Brad Pitt í fullum skrúða í upptökunum á Silverstone um helgina. AP/Christian Bruna Það var nóg að gerast á Silverstone kappakstursbrautinni um helgina og þá erum við ekki bara að tala um breska formúlu eitt kappaksturinn sem ávallt fær sviðsljósið. Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira