Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 08:57 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stendur hér með hermönnunum fimm sem leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól. AP/Forsetaembætti Úkraínu Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum.
Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45