Þetta kom fram í tilkynningu frá Mílu fyrr í dag en tæknimenn og samstarfsaðilar voru þá á leið á staðinn til að hefja viðgerð. Um var að ræða bilun í IP-net búnaði á Fáskrúðsfirði.
Á vef Mílu kemur fram að bilunin hafi haft áhrif á farsímaþjónustu á Breiðdalsheiði, Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði, Höskuldsstöðum, Staðarborg, Stöðvarfirði, Tóarseli og Grænnípu. Þá hafi verið truflun á heimilis- og fyrirtækjaþjónustu á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík.
Viðgerðinni er nú lokið og eru fjarskiptasambönd á svæðinu komin aftur í fulla virkni samkvæmt Mílu. Senda þurfti búnað með flugi frá Reykjavík til að koma búnaðinum í lag.
Fréttin hefur verið uppfærð.