Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat.
Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna.
Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar.
Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga.
500 days of the full-scale war.
— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023
Snake Island. The free island of free Ukraine.
I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.
Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm
Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu.