Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 09:45 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á Snákaeyju. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat. Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna. Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar. Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga. 500 days of the full-scale war.Snake Island. The free island of free Ukraine.I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat. Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna. Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar. Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga. 500 days of the full-scale war.Snake Island. The free island of free Ukraine.I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01