Hægri flokkar með forskot en sósíalistar sækja á Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 11:37 Turnarnir tveir. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins (t.v.) tekur í hönd Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins. Flokkar þeirra eru þeir stærstu í spænskum stjónrmálum. Vísir/EPA Tveir stærstu hægri flokkarnir á Spáni eru með forskot á vinstri flokkana þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra heldur þó áfram að saxa á forskot Lýðflokksins. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira