Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2023 00:30 Páll Einarsson segir að mögulega sé eldgosatímabil hafið á Reykjanesskaga. Vísir/Sigurjón Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Fréttastofu Stöðvar 2 vegna kvikugangsins sem er að þrýsta sér upp á yfirborðið við Keili. Hvað teljið þið að kvikan sé komin grunnt og hversu hratt gæti hún náð til yfirborðs? „Þarna eins og alltaf vantar gögn í málinu og því miður höfum við ekki allt, sem við höfum stundum haft, til þess að spila úr sem segir okkur nákvæmlega hvernig þessi gangur liggur í jarðskorpunni, hversu grunnt hann nær og hversu hár hann er og hvert rúmmálið er,“ segir Páll Einarsson. „Þetta væri hægt að finna út með gervitunglamyndum sem hafa ekki enn borist. Menn verða aðeins að bíða, hlutirnir gerast töluvert hratt,“ segir hann enn fremur „En eftir því sem við sjáum best, það er skjálftavirknin og GPS-mælingar á jarðskorpuhreyfingum sem sýna, eins og ótvírætt er, að þarna er gangur á ferðinni. En ekki nákvæmlega hvað hann er stór eða hvernig hann liggur. En hann er á fleygiferð, við sjáum það á skjálftavirkninni.“ Verðum að reikna með gosi Nái kvikugangurinn upp á yfirborðið verður gos en hann gæti hins vegar líka storknað neðanjarðar áður en hann nær yfirborðinu. „Við verðum að reikna með því að það geti orðið gos, hann gæti náð upp á yfirborð og þá verður þetta að sjálfsögðu gos,“ segir Páll. „Hins vegar höfum við líka í bakhöndinni, hina sviðsmyndina sem er sú að hann nái ekki til yfirborðs áður en efnið þrýtur að neðan. Þá situr hann bara þarna sem gangur og storknar neðanjarðar. Við vitum ekki nákvæmlega hvor kosturinn verður ofan á.“ Þrír kvikugangar átt sér stað á þessum stað Páll segir að ef litið sé til sögunnar þá hafi þrír sambærilegir kvikugangar átt sér stað á þessum stað. „Tveir af þeim göngum náðu til yfirborðs og leiddu til goss, einn af þeim gerði það ekki,“ segir Páll. „Ef við lítum til annarra eldstöðva á landinu, reynslu af þessu, þá er langmesta reynslan frá Kröflu frá því í gamla daga þegar Kröfluumbrotin gengu yfir 1975 til 1984.“ „Þá komu tuttugu svona gangar sem lögðu af stað frá kvikuhólfi. Níu af þeim náðu til yfirborðs og leiddu til gosa. Það urðu því níu eldgos á níu árum.“ Hægir kvikugangar Páll segir þennan kvikugang og hins kvikugangana í Fagradalsfjalli hafa gengið mjög hægt í samanburði við Kröfluelda. Hversu hratt er hann búinn að fara á leið sinni til yfirborðs og hversu grunnt er á hann? „Þessi gangur og þessir gangar allir í Fagradalsfjalli hafa gengið mjög hægt. Þetta er miklu hægara en til dæmis í Kröflu. Kröflugangarnir voru miklu hraðari. Þá tók þetta stundum klukkutíma, stundum tvo klukkutíma, ég held að sá lengsti hafi tekið fjórtán klukkutíma. Þótti okkur ansi langt þá,“ segir Páll. Krafla við Mývatn. „Þessir gangar hafa tekið miklu lengri tíma og fyrsti gangurinn sem leiddi til fyrsta gossins tók 23 daga fyrir hann að fara þessa stuttu leið. Þannig þetta eru mjög hægfara gangar. Gangurinn sem leiddi til gossins í fyrra, hann tók fjóra daga í þetta,“ segir hann. „Núna er þessi gangur búinn að vera tvo sólarhringa á leiðinni.“ „Þannig þetta eru hægfara gangar og ef við lítum til reynslunnar hafa þeir yfirleitt hert á sér eftir því sem tíminn hefur liðið. Það hefur tekið styttri og styttri tíma eftir því sem liðið hefur. Þannig ef hann ætlar til yfirborðs er frekar líklegt að það gerist fljótlega. En það er ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessu.“ Gýs líklega við Keili Páll segir meiri vissu með staðsetningu mögulegs goss. Það myndi líklega eiga sér stað þar sem skjálftavirknin hefur verið mest, alveg nyrst við Keili. En hvar myndi hann líklegast ná yfirborði? „Það er meiri vissa með það. Það er langlíklegast að það gerist bara beint yfir þeim stað sem hann hefur verið á,“ segir Páll. „Þetta er ekkert mjög langur gangur, hann liggur frá Fagradalsfjalli og að Keili. Þetta eru nokkrir kílómetrar. Hvar sem er á þeirri línu gæti hann náð yfirborði, það er langlíklegast að hann geri það.“ „Skjálftavirknin hefur verið mest alveg nyrst, alveg við Keili. Ef til vill er það líklegasti staðurinn,“ segir hann. Líklega mun gjósa alveg nyrst við Keili.Vísir/Vilhelm Heppilegt gos upp á innviði að gera Páll segir mögulegt gos heppilegt með innviði að gera. Það geti safnast mikið hraun á hásléttunni milli Keilis og Fagradalsfjalls áður en það fer að gjósa. Miðað við þessa eldsuppkomu, ef hún yrði, myndi hraun væntanlega ekki fara til Suðurstrandarvegs heldur í átt að Reykjanesbraut? „Það er mjög erfitt að segja hvert hraunstreymið yrði frá þessum stað. Það fer alveg eftir því hvar nákvæmlega gosstöðin yrði,“ segir hann. Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið mikil undanfarna tvo sólarhringa.Vísir/Vilhelm „Þetta er dálítið sérstakt landslag þarna, þetta er tiltölulega flatt, liggur flatt. Þetta er svona háslétta milli Keilis og Fagradalsfjalls og ekki mikið landslag. Þannig að þarna getur runnið talsvert hraun í raun og veru áður en það fer að renna mikið í allar áttir.“ „En hvert það rennur? Það gæti runnið til norðurs, það gæti runnið til vesturs, það gæti runnið til austurs og suðurs. Það gæti runnið ofan í Merardali, beint ofan á hraunið sem þar er fyrir. Þetta er nánast ómögulegt að segja fyrir fram fyrr heldur en gosstöðin sýnir sig ef hún gerir það.“ Við þurfum ekkert að óttast um Reykjanesbrautina strax? „Nei nei, þetta er eins langt frá öllum innviðum eins og hægt er að vera á Reykjanesskaga. „Þetta eru heppilegustu gosstöðvar sem hægt er að ímynda sér miðað við það að þetta gæti leitt til goss á Reykjanesskaga. Það er langt í alla innviði, það er langt á Reykjanesbraut, Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Þannig þetta er ekkert að gerast í hvelli þó gosið brjótist upp.“ Reykjanesbrautin er ansi mikilvæg.Vísir/Vilhelm Eldgosatímabil líklega hafið Páll segir ekki ólíklegt að eldgosatímabil sé hafið og það megi eiga von á eldgosum á kannski tíu ára fresti. Erum við að horfa á svipað mynstur og Kröfluelda, níu til tíu ára fyrirbæri og eitt gos á ári? „Það gæti alveg verið og miðað við fyrri gostímabil á Reykjanesskaga virðast þau haga sér eitthvað svipað. Það er að segja það gýs tiltölulega oft í tvö til þrjú hundruð ár og síðan kom löng goshlé.“ „Við höfum nú upplifað eitt af þessum goshléum. Það hefur ekkert gosið á Reykjanesskaga síðan 1240 þangað til 2021.“ „Þannig að þetta er byrjunin væntanlega á gosskeiði ef þetta hagar sér eins og virðist hafa verið á Reykjanesskaganum síðustu árþúsundin. Þá má allt eins búast við að framundan sé gostímabil.“ „Þar erum við kannski ekkert að tala um rosalega mikla gostíðni, kannski tuttugu-þrjátíu gos á næstu tvö-þrjú hundruð árum. Eitt gos á kannski tíu ára fresti. En gos hafa tilhneigingu til að haga sér mjög óreglulega þannig þetta gæti þess vegna gerst á nokkrum árum,“ segir hann að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun. 6. júlí 2023 06:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. 5. júlí 2023 10:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Fréttastofu Stöðvar 2 vegna kvikugangsins sem er að þrýsta sér upp á yfirborðið við Keili. Hvað teljið þið að kvikan sé komin grunnt og hversu hratt gæti hún náð til yfirborðs? „Þarna eins og alltaf vantar gögn í málinu og því miður höfum við ekki allt, sem við höfum stundum haft, til þess að spila úr sem segir okkur nákvæmlega hvernig þessi gangur liggur í jarðskorpunni, hversu grunnt hann nær og hversu hár hann er og hvert rúmmálið er,“ segir Páll Einarsson. „Þetta væri hægt að finna út með gervitunglamyndum sem hafa ekki enn borist. Menn verða aðeins að bíða, hlutirnir gerast töluvert hratt,“ segir hann enn fremur „En eftir því sem við sjáum best, það er skjálftavirknin og GPS-mælingar á jarðskorpuhreyfingum sem sýna, eins og ótvírætt er, að þarna er gangur á ferðinni. En ekki nákvæmlega hvað hann er stór eða hvernig hann liggur. En hann er á fleygiferð, við sjáum það á skjálftavirkninni.“ Verðum að reikna með gosi Nái kvikugangurinn upp á yfirborðið verður gos en hann gæti hins vegar líka storknað neðanjarðar áður en hann nær yfirborðinu. „Við verðum að reikna með því að það geti orðið gos, hann gæti náð upp á yfirborð og þá verður þetta að sjálfsögðu gos,“ segir Páll. „Hins vegar höfum við líka í bakhöndinni, hina sviðsmyndina sem er sú að hann nái ekki til yfirborðs áður en efnið þrýtur að neðan. Þá situr hann bara þarna sem gangur og storknar neðanjarðar. Við vitum ekki nákvæmlega hvor kosturinn verður ofan á.“ Þrír kvikugangar átt sér stað á þessum stað Páll segir að ef litið sé til sögunnar þá hafi þrír sambærilegir kvikugangar átt sér stað á þessum stað. „Tveir af þeim göngum náðu til yfirborðs og leiddu til goss, einn af þeim gerði það ekki,“ segir Páll. „Ef við lítum til annarra eldstöðva á landinu, reynslu af þessu, þá er langmesta reynslan frá Kröflu frá því í gamla daga þegar Kröfluumbrotin gengu yfir 1975 til 1984.“ „Þá komu tuttugu svona gangar sem lögðu af stað frá kvikuhólfi. Níu af þeim náðu til yfirborðs og leiddu til gosa. Það urðu því níu eldgos á níu árum.“ Hægir kvikugangar Páll segir þennan kvikugang og hins kvikugangana í Fagradalsfjalli hafa gengið mjög hægt í samanburði við Kröfluelda. Hversu hratt er hann búinn að fara á leið sinni til yfirborðs og hversu grunnt er á hann? „Þessi gangur og þessir gangar allir í Fagradalsfjalli hafa gengið mjög hægt. Þetta er miklu hægara en til dæmis í Kröflu. Kröflugangarnir voru miklu hraðari. Þá tók þetta stundum klukkutíma, stundum tvo klukkutíma, ég held að sá lengsti hafi tekið fjórtán klukkutíma. Þótti okkur ansi langt þá,“ segir Páll. Krafla við Mývatn. „Þessir gangar hafa tekið miklu lengri tíma og fyrsti gangurinn sem leiddi til fyrsta gossins tók 23 daga fyrir hann að fara þessa stuttu leið. Þannig þetta eru mjög hægfara gangar. Gangurinn sem leiddi til gossins í fyrra, hann tók fjóra daga í þetta,“ segir hann. „Núna er þessi gangur búinn að vera tvo sólarhringa á leiðinni.“ „Þannig þetta eru hægfara gangar og ef við lítum til reynslunnar hafa þeir yfirleitt hert á sér eftir því sem tíminn hefur liðið. Það hefur tekið styttri og styttri tíma eftir því sem liðið hefur. Þannig ef hann ætlar til yfirborðs er frekar líklegt að það gerist fljótlega. En það er ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessu.“ Gýs líklega við Keili Páll segir meiri vissu með staðsetningu mögulegs goss. Það myndi líklega eiga sér stað þar sem skjálftavirknin hefur verið mest, alveg nyrst við Keili. En hvar myndi hann líklegast ná yfirborði? „Það er meiri vissa með það. Það er langlíklegast að það gerist bara beint yfir þeim stað sem hann hefur verið á,“ segir Páll. „Þetta er ekkert mjög langur gangur, hann liggur frá Fagradalsfjalli og að Keili. Þetta eru nokkrir kílómetrar. Hvar sem er á þeirri línu gæti hann náð yfirborði, það er langlíklegast að hann geri það.“ „Skjálftavirknin hefur verið mest alveg nyrst, alveg við Keili. Ef til vill er það líklegasti staðurinn,“ segir hann. Líklega mun gjósa alveg nyrst við Keili.Vísir/Vilhelm Heppilegt gos upp á innviði að gera Páll segir mögulegt gos heppilegt með innviði að gera. Það geti safnast mikið hraun á hásléttunni milli Keilis og Fagradalsfjalls áður en það fer að gjósa. Miðað við þessa eldsuppkomu, ef hún yrði, myndi hraun væntanlega ekki fara til Suðurstrandarvegs heldur í átt að Reykjanesbraut? „Það er mjög erfitt að segja hvert hraunstreymið yrði frá þessum stað. Það fer alveg eftir því hvar nákvæmlega gosstöðin yrði,“ segir hann. Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið mikil undanfarna tvo sólarhringa.Vísir/Vilhelm „Þetta er dálítið sérstakt landslag þarna, þetta er tiltölulega flatt, liggur flatt. Þetta er svona háslétta milli Keilis og Fagradalsfjalls og ekki mikið landslag. Þannig að þarna getur runnið talsvert hraun í raun og veru áður en það fer að renna mikið í allar áttir.“ „En hvert það rennur? Það gæti runnið til norðurs, það gæti runnið til vesturs, það gæti runnið til austurs og suðurs. Það gæti runnið ofan í Merardali, beint ofan á hraunið sem þar er fyrir. Þetta er nánast ómögulegt að segja fyrir fram fyrr heldur en gosstöðin sýnir sig ef hún gerir það.“ Við þurfum ekkert að óttast um Reykjanesbrautina strax? „Nei nei, þetta er eins langt frá öllum innviðum eins og hægt er að vera á Reykjanesskaga. „Þetta eru heppilegustu gosstöðvar sem hægt er að ímynda sér miðað við það að þetta gæti leitt til goss á Reykjanesskaga. Það er langt í alla innviði, það er langt á Reykjanesbraut, Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Þannig þetta er ekkert að gerast í hvelli þó gosið brjótist upp.“ Reykjanesbrautin er ansi mikilvæg.Vísir/Vilhelm Eldgosatímabil líklega hafið Páll segir ekki ólíklegt að eldgosatímabil sé hafið og það megi eiga von á eldgosum á kannski tíu ára fresti. Erum við að horfa á svipað mynstur og Kröfluelda, níu til tíu ára fyrirbæri og eitt gos á ári? „Það gæti alveg verið og miðað við fyrri gostímabil á Reykjanesskaga virðast þau haga sér eitthvað svipað. Það er að segja það gýs tiltölulega oft í tvö til þrjú hundruð ár og síðan kom löng goshlé.“ „Við höfum nú upplifað eitt af þessum goshléum. Það hefur ekkert gosið á Reykjanesskaga síðan 1240 þangað til 2021.“ „Þannig að þetta er byrjunin væntanlega á gosskeiði ef þetta hagar sér eins og virðist hafa verið á Reykjanesskaganum síðustu árþúsundin. Þá má allt eins búast við að framundan sé gostímabil.“ „Þar erum við kannski ekkert að tala um rosalega mikla gostíðni, kannski tuttugu-þrjátíu gos á næstu tvö-þrjú hundruð árum. Eitt gos á kannski tíu ára fresti. En gos hafa tilhneigingu til að haga sér mjög óreglulega þannig þetta gæti þess vegna gerst á nokkrum árum,“ segir hann að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun. 6. júlí 2023 06:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. 5. júlí 2023 10:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun. 6. júlí 2023 06:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. 5. júlí 2023 10:05