Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 08:40 Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið linnulaus í morgun. Vísir/Vilhelm Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09