Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2023 12:00 Frá Patreksfirði. Höfnin var grafin inn í Vatneyri. Vísir/Vilhelm Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. Búið er að veiða 85 prósent strandveiðikvótans, eða 8.527 tonn. Aðeins 15 prósent eru eftir, eða 1.473 tonn, samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda eftir gærdaginn. Miðað við meðalafla á dag til þessa, sem er ríflega 250 tonn, mun potturinn verða uppurinn í næstu viku, en það þýðir að veiðarnar verða þá stöðvaðar. Strandveiðisjómenn þrýsta á Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra sjávarútvegsmála, að auka kvótann enda stefnir núna í stystu vertíð til þessa í sögu strandveiðanna. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Frá Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Þegar listinn yfir aflahæstu hafnir er skoðaður hér fyrir neðan sést að aðeins ein þeirra er á austurhluta landsins, Hornafjörður. Hinar allar eru á vesturhelmingi landsins. Patreksfjörður er í efsta sæti fiskihafna landsins yfir mestan landaðan afla á strandveiðum sumarsins, með samtals 846,6 tonn eftir fyrstu tvo mánuðina, maí og júní. Patreksfjörður er einnig efstur þegar talinn er fjöldi báta en alls höfðu 72 bátar landað þar afla fyrir helgi. Sandgerði fylgir fast á eftir í öðru sæti, með 843 tonn, sem 69 bátar höfðu landað. Ólafsvík er í þriðja sæti, með 738 tonn frá 60 bátum, og Bolungarvík er í fjórða sæti með 732 tonn frá 58 bátum. Þessar fjórar hafnir skera sig nokkuð úr. Frá höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Fimmtíu bátar hafa landað þar afla á strandveiðunum í sumar.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að tvær löndunarhafnir, sem ekki teljast til þéttbýlisstaða, ná inn á topplistann. Þannig er Arnarstapi á Snæfellsnesi í fimmta sæti, með 554 tonn frá 50 bátum, og Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum er í áttunda sæti með 373 tonn frá 31 bát. Það má því vel ímynda sér að talsverð þrengsli hafi verið í þessum litlum höfnum það sem af er sumri. Hér er listinn yfir tíu aflahæstu hafnir strandveiðanna í maí og júní, samkvæmt yfirliti sem Landssamband smábátaeigenda tók saman úr tölum Fiskistofu.Grafík/Kristján Jónsson Sjávarútvegur Byggðamál Vesturbyggð Suðurnesjabær Snæfellsbær Sveitarfélagið Hornafjörður Árneshreppur Bolungarvík Tálknafjörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Búið er að veiða 85 prósent strandveiðikvótans, eða 8.527 tonn. Aðeins 15 prósent eru eftir, eða 1.473 tonn, samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda eftir gærdaginn. Miðað við meðalafla á dag til þessa, sem er ríflega 250 tonn, mun potturinn verða uppurinn í næstu viku, en það þýðir að veiðarnar verða þá stöðvaðar. Strandveiðisjómenn þrýsta á Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra sjávarútvegsmála, að auka kvótann enda stefnir núna í stystu vertíð til þessa í sögu strandveiðanna. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Frá Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Þegar listinn yfir aflahæstu hafnir er skoðaður hér fyrir neðan sést að aðeins ein þeirra er á austurhluta landsins, Hornafjörður. Hinar allar eru á vesturhelmingi landsins. Patreksfjörður er í efsta sæti fiskihafna landsins yfir mestan landaðan afla á strandveiðum sumarsins, með samtals 846,6 tonn eftir fyrstu tvo mánuðina, maí og júní. Patreksfjörður er einnig efstur þegar talinn er fjöldi báta en alls höfðu 72 bátar landað þar afla fyrir helgi. Sandgerði fylgir fast á eftir í öðru sæti, með 843 tonn, sem 69 bátar höfðu landað. Ólafsvík er í þriðja sæti, með 738 tonn frá 60 bátum, og Bolungarvík er í fjórða sæti með 732 tonn frá 58 bátum. Þessar fjórar hafnir skera sig nokkuð úr. Frá höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Fimmtíu bátar hafa landað þar afla á strandveiðunum í sumar.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að tvær löndunarhafnir, sem ekki teljast til þéttbýlisstaða, ná inn á topplistann. Þannig er Arnarstapi á Snæfellsnesi í fimmta sæti, með 554 tonn frá 50 bátum, og Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum er í áttunda sæti með 373 tonn frá 31 bát. Það má því vel ímynda sér að talsverð þrengsli hafi verið í þessum litlum höfnum það sem af er sumri. Hér er listinn yfir tíu aflahæstu hafnir strandveiðanna í maí og júní, samkvæmt yfirliti sem Landssamband smábátaeigenda tók saman úr tölum Fiskistofu.Grafík/Kristján Jónsson
Sjávarútvegur Byggðamál Vesturbyggð Suðurnesjabær Snæfellsbær Sveitarfélagið Hornafjörður Árneshreppur Bolungarvík Tálknafjörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00
Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25
Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. 20. maí 2017 20:45