Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Anna Regína segir eðlilegt að sögusagnir fari á kreik þegar breytingar verða. Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna. Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna.
Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira