Gylfi á æfingu hjá Val Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 10:43 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Val í dag, í æfingabúningi Valsmanna. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Twitter og sagði Gylfa staddan á æfingu á Hlíðarenda þessa stundina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Gaupi lætur þess getið að Gylfi „virki lipur og í formi“. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023 Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Hann hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United og greindi The Athletic frá því að félagið væri að láta rannsaka bakgrunn Gylfa. Eins og sjá má á myndinni hér efst í greininni var Gylfi klæddur í æfingabúningi Vals á æfingunni í dag. Hafi hann hug á að taka fram skóna og spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta.VÍSIR/VILHELM Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Samkvæmt reglum KSÍ „skal það vera gert með sanngirni og íþróttamennsku í huga og án þess að það hafi neikvæð áhrif á þá keppni sem leikmaðurinn verður hlutgengur til þess að taka þátt í.“ Samkvæmt viðmiðunarreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ skal meðal annars horft til þess hvort að leikmaður hafi verið virkur í samningsumleitunum við félag án árangurs, frá því að síðasti samningur leikmannsins rann út. Besta deild karla Valur Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Twitter og sagði Gylfa staddan á æfingu á Hlíðarenda þessa stundina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Gaupi lætur þess getið að Gylfi „virki lipur og í formi“. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023 Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Hann hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United og greindi The Athletic frá því að félagið væri að láta rannsaka bakgrunn Gylfa. Eins og sjá má á myndinni hér efst í greininni var Gylfi klæddur í æfingabúningi Vals á æfingunni í dag. Hafi hann hug á að taka fram skóna og spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta.VÍSIR/VILHELM Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Samkvæmt reglum KSÍ „skal það vera gert með sanngirni og íþróttamennsku í huga og án þess að það hafi neikvæð áhrif á þá keppni sem leikmaðurinn verður hlutgengur til þess að taka þátt í.“ Samkvæmt viðmiðunarreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ skal meðal annars horft til þess hvort að leikmaður hafi verið virkur í samningsumleitunum við félag án árangurs, frá því að síðasti samningur leikmannsins rann út.
Besta deild karla Valur Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira