Formúla 1

Bana­slys í keppni á undir­móta­röð For­múlu 1

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mínútuþögn var fyrir Formúlu 2 keppnina í Austurríki sem hófst nú skömmu fyrir hádegi.
Mínútuþögn var fyrir Formúlu 2 keppnina í Austurríki sem hófst nú skömmu fyrir hádegi. Vísir/Getty

18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu.

Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar.

Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt.

Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu.

Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4.

Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×