Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 17:58 Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða. Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira