Háskólagráður til sölu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2023 14:31 Háskólinn í Salamanca, Spáni. Tim Graham/Getty Images Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum. Spánn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum.
Spánn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira