Háskólagráður til sölu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2023 14:31 Háskólinn í Salamanca, Spáni. Tim Graham/Getty Images Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum. Spánn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum.
Spánn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira