Arnar um félagaskipti Loga Tómassonar: Það er áhugi en ekkert kauptilboð komið Andri Már Eggertsson skrifar 29. júní 2023 22:15 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings, var brattur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 1-3 útisigur gegn Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var ánægður með sigurinn. Arnar fór einnig yfir félagsskipti Loga Tómassonar til Djurgarden. „Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Sjá meira
„Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Sjá meira