Maðurinn muni ekki koma nálægt reiðskólanum framar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2023 13:01 Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, mun ekki koma nálægt starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur lengur. Hann var aldrei starfsmaður skólans en aðstoðaði við umhirðu hrossa eftir hádegi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiðskóla Reykjavíkur. Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, móðir hinnar níu ára gömlu stúlku sagði í samtali við Vísi í gær að hún myndi ekki láta málið kyrrt liggja. Sagði hún starfsmenn skólans hafa komið af fjöllum í gær og tjáð vinkonu hennar að móðir mannsins hefði hvorki látið vita af meintum brotum mannsins í Reykjadal síðasta sumar né að málið væri á ákærusviði. Hafi aldrei verið einn með nemendum Í tilkynningu reiðskólans segir að forsvarsmenn hans hafi fengið upplýsingar um að maðurinn hefði verið sakaður um kynferðisbrot. Hann hefði aldrei verið starfsmaður hjá skólanum heldur fyrir greiðasemi fengið að aðstoða í hesthúsunum eftir hádegi. „Á þeim tíma var hann aldrei að hjálpa til við reiðnámskeiðin, né var hann einn með nemendum eða eftirlitslaus í húsunum vegna fötlunar sinnar.“ Segir í tilkynningunni að upplýsingar um að maðurinn lægi undir grun um kynferðisbrot hafi komið þeim fullkomlega í opna skjöldu. Brugðist hafi verið við samdægurs og því muni maðurinn ekki koma nálægt reiðskólanum framar né aðstoða í hesthúsum reiðskólans. Foreldrum nemenda sem eru á reiðnámskeiði hafi verið látnir vita af málinu. „Við hörmum að þessar aðstæður hafi komið upp og höfum þegar brugðist við til að tryggja öryggi barnanna, sem er aðalatriðið í okkar augum. Við munum tilkynna Barnavernd Reykjavíkur og lögreglunni um málið.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiðskóla Reykjavíkur. Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, móðir hinnar níu ára gömlu stúlku sagði í samtali við Vísi í gær að hún myndi ekki láta málið kyrrt liggja. Sagði hún starfsmenn skólans hafa komið af fjöllum í gær og tjáð vinkonu hennar að móðir mannsins hefði hvorki látið vita af meintum brotum mannsins í Reykjadal síðasta sumar né að málið væri á ákærusviði. Hafi aldrei verið einn með nemendum Í tilkynningu reiðskólans segir að forsvarsmenn hans hafi fengið upplýsingar um að maðurinn hefði verið sakaður um kynferðisbrot. Hann hefði aldrei verið starfsmaður hjá skólanum heldur fyrir greiðasemi fengið að aðstoða í hesthúsunum eftir hádegi. „Á þeim tíma var hann aldrei að hjálpa til við reiðnámskeiðin, né var hann einn með nemendum eða eftirlitslaus í húsunum vegna fötlunar sinnar.“ Segir í tilkynningunni að upplýsingar um að maðurinn lægi undir grun um kynferðisbrot hafi komið þeim fullkomlega í opna skjöldu. Brugðist hafi verið við samdægurs og því muni maðurinn ekki koma nálægt reiðskólanum framar né aðstoða í hesthúsum reiðskólans. Foreldrum nemenda sem eru á reiðnámskeiði hafi verið látnir vita af málinu. „Við hörmum að þessar aðstæður hafi komið upp og höfum þegar brugðist við til að tryggja öryggi barnanna, sem er aðalatriðið í okkar augum. Við munum tilkynna Barnavernd Reykjavíkur og lögreglunni um málið.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira