Hvernig gott er að bregðast við óvæntum forstjóraskiptum Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. júní 2023 07:01 Það er eðlilegt að komast í uppnám ef forstjóraskipti bera upp með óvæntum hætti á vinnustað. Til dæmis ef forstjóri er rekinn. En hverjar sem aðstæðurnar eru, er mikilvægt fyrir okkur sem starfsmenn að blanda okkur ekki um of inn í aðstæður heldur einblína áfram á okkar starf, skyldur eða starfsframa. Vísir/Getty Það getur verið allur gangur á því hvort það er aðdragandi að því að forstjóra eða framkvæmdastjóra er skipt út. Stundum eru skiptin svo eðlileg að þau liggja fyrir í langan tíma. Til dæmis þegar einhver lætur af störfum sökum aldurs. Eða hefur sagt upp og það tilkynnt með góðum fyrirvara. Spennan sem ríkir í loftinu þá er oftast bara sú: Hver kemur í staðinn? Annað er uppi á teningnum ef að forstjóri er rekinn. Því oftast nær gerist það mjög hratt og þótt það hafi verið undanfari, þá er það sjaldnast undanfari sem starfsfólkið sjálft hefur verið upplýst um. Þá geta aðrar aðstæður gert það að verkum að forstjóraskipti hafa legið í loftinu í einhverja daga, þótt enginn viti svo sem ekki neitt fyrr en þau eru snögglega tilkynnt. En hvernig er gott að hegða sér þegar forstjóraskipti koma upp óvænt eða snögglega? Við skulum rýna í sex ráð sem byggja á grein af starfsframavefsíðunni Indeed. 1. Haltu áfram að vinna Fyrst og fremst er ágætt að einbeita sér bara að vinnunni okkar eins og ekkert hafi í skorist. Því að það tekur frá okkur orku og getur vakið upp alls kyns tilfinningar ef við erum sífellt að velta fyrir okkur hvað hafi verið að gerast, hvernig líður forstjóranum sem var, hvernig ætli sá nýi reynist og svo framvegis. 2. Ekkert persónulegt Margir upplifa mikið uppnám þegar forstjóraskipti bera upp mjög óvænt, ekki síst því starfsfólki sem hefur lengi starfað með fyrrum forstjóra eða kunni ef til vill sérstaklega vel við þann aðila. Fyrir þennan hóp fólks er mikilvægt að líta ekki of persónulega á breytingarnar. Þú ert fagmanneskja í starfi sem þér er treyst fyrir. Ákvarðanir um hver er forstjóri eru ekki á þinni könnu. Þess vegna skiptir miklu máli að hugsa framhaldið eins og fagmanneskja en ekki hvernig persónur og leikendur eiga helst saman. Að vega og meta fyrrverandi forstjóra og nýjan forstjóra er til dæmis samanburður sem gott er fyrir starfsmenn að forðast. 3. Þín framtíð, þinn frami Mögulega upplifir þú breytta stöðu þannig að starfið þitt sé í hættu eða að framundan séu líklegar breytingar á verkefnaskipan, ábyrgðarhlutverkum, skipuriti og svo framvegis. Þá getur það átt við að fyrrum forstjórinn sé sá yfirmaður sem þú áttir síðasta starfsmannasamtal við og því eðlilegt að velta fyrir sér hvernig nýr forstjóri muni horfa á þau áform sem þú og fyrrverandi yfirmaðurinn höfðu hvað varðar þitt starf og þín verkefni. Ef þetta er staðan, er gott fyrir okkur að velta fyrst og fremst fyrir okkur hvað við viljum sjálf. Hver voru markmiðin okkar með tilliti til starfsframa? Hvað sjáum við fyrir okkur sem okkar valkost næstu misseri? Langar okkur kannski til að breyta líka og skipta um starfsvettvang? Eða viljum við halda áfram að óbreyttu og sjá hvað gerist? Hér liggur galdurinn í því að hugsa málin út frá okkur sjálfum. 4. Engar áhyggjur Auðvitað komast allir í uppnám þegar nýr skipstjóri í brúnni er tilkynntur óvænt. Við þurfum hins vegar að vanda okkur við það að sogast ekki inn í einhverjar áhyggjur, vanlíðan eða kvíða yfir stöðunni. Í flestum tilvikum erum við bara starfsfólk sem hefur ekkert um þessar breytingar að segja. Að hugsa jákvætt er lykilatriði í að bregðast rétt við forstjóraskiptum. Enda fylgja flestum breytingum einhverjar aðrar góðar breytingar, nýir hlutir geta gerst, ný tækifæri opnast og svo framvegis. 5. Að halda sambandi Í sumum tilvikum kallar starfið þitt á að þú verðir að heýra í fyrrum forstjóranum til að fá upplýsingar. Þetta getur þó verið afar vandmeðfarið, sérstaklega ef forstjóraskiptin hafa farið fram með þeim hætti að það er einfaldlega óviðeigandi eða líklegt til að mælast neikvætt fyrir þig að vera í sambandi við fyrrverandi forstjórann. Oftast nær er hins vegar í góðu lagi að halda sambandi við fyrrum forstjórann, þótt þú takir vel á móti þeim nýja. Ef þig langar til dæmis að kasta kveðju og þakka fyrir samstarfið til gamla forstjórans, er það í góðu lagi en best að gera það á hlutlausan hátt miðað við aðstæðurnar á vinnustaðnum. Hafðu kveðjuna aðeins persónulega frá þér, en ekki blanda þér í nein mál sem aðrir eru ákvörðunaraðilar um. 6. Meðmælendur á ferilskrá Þá er ágætt að velta fyrir sér hvað kæmi best út fyrir þig á ferilskránni þinni. Líklegast kæmi best út fyrir þig að geta vísað í bæði fyrrum og nýjan forstjóra sem meðmælendur ef þeir eru þeir aðilar sem standa næst þér í skipuriti. Hér gildir aftur sú meginregla að hugsa hlutina út frá okkur sjálfum en ekki þeim aðstæðum sem kunna hafa skapast hjá stjórn eða eigendum fyrirtækisins. Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. 6. janúar 2022 07:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3. júní 2021 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Stundum eru skiptin svo eðlileg að þau liggja fyrir í langan tíma. Til dæmis þegar einhver lætur af störfum sökum aldurs. Eða hefur sagt upp og það tilkynnt með góðum fyrirvara. Spennan sem ríkir í loftinu þá er oftast bara sú: Hver kemur í staðinn? Annað er uppi á teningnum ef að forstjóri er rekinn. Því oftast nær gerist það mjög hratt og þótt það hafi verið undanfari, þá er það sjaldnast undanfari sem starfsfólkið sjálft hefur verið upplýst um. Þá geta aðrar aðstæður gert það að verkum að forstjóraskipti hafa legið í loftinu í einhverja daga, þótt enginn viti svo sem ekki neitt fyrr en þau eru snögglega tilkynnt. En hvernig er gott að hegða sér þegar forstjóraskipti koma upp óvænt eða snögglega? Við skulum rýna í sex ráð sem byggja á grein af starfsframavefsíðunni Indeed. 1. Haltu áfram að vinna Fyrst og fremst er ágætt að einbeita sér bara að vinnunni okkar eins og ekkert hafi í skorist. Því að það tekur frá okkur orku og getur vakið upp alls kyns tilfinningar ef við erum sífellt að velta fyrir okkur hvað hafi verið að gerast, hvernig líður forstjóranum sem var, hvernig ætli sá nýi reynist og svo framvegis. 2. Ekkert persónulegt Margir upplifa mikið uppnám þegar forstjóraskipti bera upp mjög óvænt, ekki síst því starfsfólki sem hefur lengi starfað með fyrrum forstjóra eða kunni ef til vill sérstaklega vel við þann aðila. Fyrir þennan hóp fólks er mikilvægt að líta ekki of persónulega á breytingarnar. Þú ert fagmanneskja í starfi sem þér er treyst fyrir. Ákvarðanir um hver er forstjóri eru ekki á þinni könnu. Þess vegna skiptir miklu máli að hugsa framhaldið eins og fagmanneskja en ekki hvernig persónur og leikendur eiga helst saman. Að vega og meta fyrrverandi forstjóra og nýjan forstjóra er til dæmis samanburður sem gott er fyrir starfsmenn að forðast. 3. Þín framtíð, þinn frami Mögulega upplifir þú breytta stöðu þannig að starfið þitt sé í hættu eða að framundan séu líklegar breytingar á verkefnaskipan, ábyrgðarhlutverkum, skipuriti og svo framvegis. Þá getur það átt við að fyrrum forstjórinn sé sá yfirmaður sem þú áttir síðasta starfsmannasamtal við og því eðlilegt að velta fyrir sér hvernig nýr forstjóri muni horfa á þau áform sem þú og fyrrverandi yfirmaðurinn höfðu hvað varðar þitt starf og þín verkefni. Ef þetta er staðan, er gott fyrir okkur að velta fyrst og fremst fyrir okkur hvað við viljum sjálf. Hver voru markmiðin okkar með tilliti til starfsframa? Hvað sjáum við fyrir okkur sem okkar valkost næstu misseri? Langar okkur kannski til að breyta líka og skipta um starfsvettvang? Eða viljum við halda áfram að óbreyttu og sjá hvað gerist? Hér liggur galdurinn í því að hugsa málin út frá okkur sjálfum. 4. Engar áhyggjur Auðvitað komast allir í uppnám þegar nýr skipstjóri í brúnni er tilkynntur óvænt. Við þurfum hins vegar að vanda okkur við það að sogast ekki inn í einhverjar áhyggjur, vanlíðan eða kvíða yfir stöðunni. Í flestum tilvikum erum við bara starfsfólk sem hefur ekkert um þessar breytingar að segja. Að hugsa jákvætt er lykilatriði í að bregðast rétt við forstjóraskiptum. Enda fylgja flestum breytingum einhverjar aðrar góðar breytingar, nýir hlutir geta gerst, ný tækifæri opnast og svo framvegis. 5. Að halda sambandi Í sumum tilvikum kallar starfið þitt á að þú verðir að heýra í fyrrum forstjóranum til að fá upplýsingar. Þetta getur þó verið afar vandmeðfarið, sérstaklega ef forstjóraskiptin hafa farið fram með þeim hætti að það er einfaldlega óviðeigandi eða líklegt til að mælast neikvætt fyrir þig að vera í sambandi við fyrrverandi forstjórann. Oftast nær er hins vegar í góðu lagi að halda sambandi við fyrrum forstjórann, þótt þú takir vel á móti þeim nýja. Ef þig langar til dæmis að kasta kveðju og þakka fyrir samstarfið til gamla forstjórans, er það í góðu lagi en best að gera það á hlutlausan hátt miðað við aðstæðurnar á vinnustaðnum. Hafðu kveðjuna aðeins persónulega frá þér, en ekki blanda þér í nein mál sem aðrir eru ákvörðunaraðilar um. 6. Meðmælendur á ferilskrá Þá er ágætt að velta fyrir sér hvað kæmi best út fyrir þig á ferilskránni þinni. Líklegast kæmi best út fyrir þig að geta vísað í bæði fyrrum og nýjan forstjóra sem meðmælendur ef þeir eru þeir aðilar sem standa næst þér í skipuriti. Hér gildir aftur sú meginregla að hugsa hlutina út frá okkur sjálfum en ekki þeim aðstæðum sem kunna hafa skapast hjá stjórn eða eigendum fyrirtækisins.
Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. 6. janúar 2022 07:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3. júní 2021 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hvernig kjaftasögur og umtal hafa áhrif á starfsfólk Í jafn litlu samfélagi eins og Ísland er, geta alls kyns kjaftasögur, umtal og neikvæðar fréttir haft áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. 6. janúar 2022 07:00
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01
Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00
Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira. 3. júní 2021 07:00