Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:43 Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, (t.h.) er virkur Facebook-notandi en ætlar nú að færa sig um set. AP/Anupam Nath Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant. Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant.
Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira