Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júní 2023 09:01 Útlit er fyrir að fólk sé að færa sig úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð. Vísir/Vilhelm Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að aðeins 9,7 prósent íbúða í fjölbýli sem voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu um miðjan apríl hafi verið seldar innan 30 daga. „Ef síðustu jól og áramót eru undanskilin hefur hlutfallið ekki verið jafn lágt síðan um mitt ár 2020 en þá var framboð íbúða til sölu nokkuð meira en það er nú. Ef aðeins er horft til 25% dýrustu íbúðanna til sölu var innan við 5% íbúða seldur 30 dögum síðar,“ segir í skýrslunni. Þá segir að í maí hafi 11 prósent íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði, samanborið við 13 prósent í apríl, og 12,3 prósent sérbýla, samanborið við 4,1 prósent í apríl. Enn sé að hægja á fasteignamarkaðnum. „Í apríl seldust aðeins 531 íbúðir á landinu öllu miðað við árstíðaleiðréttar tölur, samanborið við 610 í mars. Þriggja mánaða meðaltal yfir fjölda kaupsamninga dróst nokkuð saman eftir að hafa verið tiltölulega stöðugt í 5 mánuði þar á undan.“ Eftir viðbrögð bankanna við síðustu stýrivaxtahækun eru breytilegir óverðtryggðir vextir á fyrsta veðrétti nú á bilinu 10,25 til 10,50 prósent. HMS segir vexti ekki hafa verið svo háa frá því að stofnunin fór að safna gögnum um vexti í ársbyrjun árið 2010 og mögulega ekki frá því að farið var að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán í einhverjum mæli. Hrein ný íbúðarlán til heimila námu aðeins 2,9 milljörðum króna í apríl, samanborið við 8,2 milljónir í mars. Þá námu hrein ný verðtryggð lán 5,0 milljörðum króna. Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að aðeins 9,7 prósent íbúða í fjölbýli sem voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu um miðjan apríl hafi verið seldar innan 30 daga. „Ef síðustu jól og áramót eru undanskilin hefur hlutfallið ekki verið jafn lágt síðan um mitt ár 2020 en þá var framboð íbúða til sölu nokkuð meira en það er nú. Ef aðeins er horft til 25% dýrustu íbúðanna til sölu var innan við 5% íbúða seldur 30 dögum síðar,“ segir í skýrslunni. Þá segir að í maí hafi 11 prósent íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði, samanborið við 13 prósent í apríl, og 12,3 prósent sérbýla, samanborið við 4,1 prósent í apríl. Enn sé að hægja á fasteignamarkaðnum. „Í apríl seldust aðeins 531 íbúðir á landinu öllu miðað við árstíðaleiðréttar tölur, samanborið við 610 í mars. Þriggja mánaða meðaltal yfir fjölda kaupsamninga dróst nokkuð saman eftir að hafa verið tiltölulega stöðugt í 5 mánuði þar á undan.“ Eftir viðbrögð bankanna við síðustu stýrivaxtahækun eru breytilegir óverðtryggðir vextir á fyrsta veðrétti nú á bilinu 10,25 til 10,50 prósent. HMS segir vexti ekki hafa verið svo háa frá því að stofnunin fór að safna gögnum um vexti í ársbyrjun árið 2010 og mögulega ekki frá því að farið var að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán í einhverjum mæli. Hrein ný íbúðarlán til heimila námu aðeins 2,9 milljörðum króna í apríl, samanborið við 8,2 milljónir í mars. Þá námu hrein ný verðtryggð lán 5,0 milljörðum króna.
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira