Craig Brown látinn 82 ára að aldri Siggeir Ævarsson skrifar 26. júní 2023 19:30 Brown stjórnaði skoska landsliðinu í yfir 70 leikjum á tímabilinu 1993-2001, og kom liðinu bæði í lokakeppni EM 1996 og HM 1998. Vísir/Getty Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri. Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM. Brown kom fyrst inn í þjálfarateymi landsliðsins 1986, þegar Alex Ferguson sem þá var þjálfari Aberdeen og landsliðsins, hringdi í hann og bað hann að ganga til liðs við þjálfarateymið. Brown var einnig aðstoðarþjálfari Andy Roxburgh hjá landsliðinu og saman komu þeir liðinu í lokakeppni HM 1990 og EM 1992. Ferguson og Brown var vel til vina en vinskapur þeirra náði allt aftur til 6. áratugarins, þegar þeir spiluðu saman í skólabolta, þar sem Brown var fyrirliði. „Þegar mér var sýndur sá heiður að stýra Skotlandi í lokakeppni HM í Mexíkó þá var einn maður sem ég varð að taka með mér, vegna mannkosta hans og þekkingu á fótbolta, það var Craig.“ - sagði Ferguson í yfirlýsingu í dag og bætti við að Brown hefði verið „algjörlega dásamlegur maður.“ Síðasti þjálfarinn til að koma Skotlandi á HM Brown tók svo við landsliðinu sem aðalþjálfari 1993 og kom því í lokakeppni Evrópumótsins 1996 og í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1998, en síðan þá hefur enginn þjálfari liðsins náð að koma liðinu aftur í lokakeppni HM. Brown lét af störfum hjá landsliðinu 2001 eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni HM. Hann átti eftir að þjálfara Preston, Motherwell og Aberdeen eftir það en settist í helgan stein að mestu 2013 en sinnti áfram stjórnarstörfum. Skotar minnast Brown með hlýju á samfélagsmiðlum, enda sannkölluð goðsögn í skoskum fótbolta sem kvaddi í dag. When you think back of all the people who have been kind to you, all the good times you ve had and the privileges you ve enjoyed through football... I just can t thank people enough for the kindness and the enjoyment I ve had in the game. Craig Brown, 1940 2023 pic.twitter.com/8aSaDFZJDT— Scotland National Team (@ScotlandNT) June 26, 2023 Skoski boltinn Fótbolti Skotland Andlát Bretland Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Brown kom fyrst inn í þjálfarateymi landsliðsins 1986, þegar Alex Ferguson sem þá var þjálfari Aberdeen og landsliðsins, hringdi í hann og bað hann að ganga til liðs við þjálfarateymið. Brown var einnig aðstoðarþjálfari Andy Roxburgh hjá landsliðinu og saman komu þeir liðinu í lokakeppni HM 1990 og EM 1992. Ferguson og Brown var vel til vina en vinskapur þeirra náði allt aftur til 6. áratugarins, þegar þeir spiluðu saman í skólabolta, þar sem Brown var fyrirliði. „Þegar mér var sýndur sá heiður að stýra Skotlandi í lokakeppni HM í Mexíkó þá var einn maður sem ég varð að taka með mér, vegna mannkosta hans og þekkingu á fótbolta, það var Craig.“ - sagði Ferguson í yfirlýsingu í dag og bætti við að Brown hefði verið „algjörlega dásamlegur maður.“ Síðasti þjálfarinn til að koma Skotlandi á HM Brown tók svo við landsliðinu sem aðalþjálfari 1993 og kom því í lokakeppni Evrópumótsins 1996 og í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1998, en síðan þá hefur enginn þjálfari liðsins náð að koma liðinu aftur í lokakeppni HM. Brown lét af störfum hjá landsliðinu 2001 eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni HM. Hann átti eftir að þjálfara Preston, Motherwell og Aberdeen eftir það en settist í helgan stein að mestu 2013 en sinnti áfram stjórnarstörfum. Skotar minnast Brown með hlýju á samfélagsmiðlum, enda sannkölluð goðsögn í skoskum fótbolta sem kvaddi í dag. When you think back of all the people who have been kind to you, all the good times you ve had and the privileges you ve enjoyed through football... I just can t thank people enough for the kindness and the enjoyment I ve had in the game. Craig Brown, 1940 2023 pic.twitter.com/8aSaDFZJDT— Scotland National Team (@ScotlandNT) June 26, 2023
Skoski boltinn Fótbolti Skotland Andlát Bretland Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira