Bylgja manndrápsmála gengur yfir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 19:21 Helgi Gunnlaugsson segir að þó mögulega sé bylgja í gangi núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. Stöð 2/Steingrímur Dúi Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“ Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“
Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31