Biðleikur hafinn í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 12:02 Jón Ólafsson, prófessor, segir atburði gærdagsins sýna fram á óöryggi æðstu ráðamanna í Rússlandi. Vísir/Arnar Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira