Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 24. júní 2023 15:21 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir á brattann að sækja fyrir málaliða Wagner. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta öðruvísi svo á en að um valdaránstilraun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rússlandi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur samstarfsmaður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum. „Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
„Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira