Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:00 Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun