Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 22:16 Margir búast við því að Brandon Miller verði valinn númer tvö eða þrjú í nýliðavalinu í nótt. Vísir/Getty Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“ NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira