Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2023 12:51 Slysið átti sér stað um morguninn 10. nóvember 2021, á hjólastíg sem liggur meðfram Sæbraut. vísir/vilhelm Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst. Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst.
Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent